Færsluflokkur: Bloggar
29.5.2008 | 09:08
Til stuðnings tjáningarfrelsinu
Hér er myndbandið frá Sigurrós, fyrir þá sem voru of seinir á YouTube. Hér er á ferðinni lítið fagurt nakið listaverk. Skylda allra íslendinga að koma því að sem víðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 23:00
Og kötturinn sagði ekki ég.......
Virkjun Jarðvarma, líklega umhverfisvænasta leið sem mögulegt er að nota við orkuöflun. Ég held að það ætti að senda félagsmenn í NSS í fræðsluferð til austur-evrópu lands þar sem orkuöflun fer fram að mestu með kolum.
NSS leggjast gegn áformum um Bitruvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 11:09
Embættismanna ofbeldi
Ég er einhvernvegin þannig gerður að mér líkar best þegar fólk er ákveðið en samt gætt réttsýni og umburðarlyndi. Þess vegna er ég til að mynda ekkert sérlega hrifin af þeim sem aðhyllast bókstafstrú ýmiskonar, gildir þá einu hvaða trúarbrögð eiga í hlut. Upp á yfirborðið síðustu daga hefur skotið nýjum bókstafsmanni sem er að verða eins og vírus sem hefur smitast út í sinni sveit.
Ég hef áður hér á þessu bloggi skrifað um Sýslumanninn á Selfossi vegna þess að hörkuleg og ferköntuð framganga hans hefur vakið athygli mína. Vill taka fram strax að ég hef aldrei átt persónuleg samskipti við þennan mann, heldur hafa valdsmannslegar aðgerðir hans dregið athygli mína að honum.
Gein Helgu Jónsdóttur lögfræðings í Fréttablaðinu í gær föstudaginn 2. maí, er afar athyglisverð og í raun, dæmisaga um embættismann sem misskilur hlutverk sitt. Í skjóli bókstafsins er málarekstur keyrður áfram í óþökk bæði þolanda og geranda. Jafnvel þó að bent hefði verið á lagaheimildir til þess að fella málið niður.
Þegar ég flétti svo blöðunum í morgun voru tvær greinar sem ég rakst á sem urðu til þess að ég hugsaði það er ekki hægt að sitja og horfa upp á þetta ofbeldi á Selfossi athugasemdalaust. Fyrst var það viðtal við Stefán Eiríksson lögreglustjóra í Reykjavík í 24 stundum, fyrirsögnin Meðalhófið er heilög regla virðist ekki alltaf eiga við á Selfossi. Fréttablaðið í dag birtir svo athugun sína á fjölda mála hjá sýlsmannsembættum landsins milli ára. Þar kemur fram að á sama tíma og þessi málafjöldi embættanna hefur frekar dregist saman á landsvísu hefur hann rúmlega þrefaldast í Selfossi. Ekki eins og það sé nóg heldur lauk 74,3% málanna á landsvísu með ákæru. Á Selfossi er þessi tala 88,8% eða 14,5% yfir meðaltali hinna embættanna.
Tilfinning mín um refsigleði yfirvaldsins á Selfossi var semsagt staðfest með tölfræði. Nú er rétt að rifja upp aðeins það sem ég hef skrifað áður um Sýslumanninn á Selfossi og vald óttans. Ég skrifaði þá í hálfkæringi að þessi embættismaður væri að beita borgarana svo miklu ofbeldi og áreiti í því skyni að fá megin þorri þegnanna til að halda sér til hlés. Beita valdi óttans gagnvart samborgurum sínum. Aðferðafræði sem harðsvíraðir glæpamenn nota gjarnan.
Eftir þessa athugun Fréttablaðsins er augljóst að þessi ágæti embættismaður er að reyna að halda uppi lögum og reglu á suðurlandi með valdsmannlegum hrottaskap. Með laga bókstafinn að vopni gengur hann fram með mun meiri hörku og óbilgirni en við eigum að venjast.
Ég held að það sé rétt að loka þessum hugleiðingum með orðum Sigurðar Líndal lagaprófessors sem höfð eru eftir honum vegna máls Helgu Jónsdóttur í þessari sömu úttekt Fréttablaðsins Rétt hefði verið að leita allra leiða til að fara vægar í sakirnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 09:07
Athygli í góðar þarfir
Þetta er Það eina sem skiptir máli þegar almenningur ræður úrslitum í flestum löndum. :-)
Hommalegra en hommalegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 20:34
Örlítið meira um gróðurhúsaáhrif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 10:40
Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?
Eftir að hafa kynnt mér nokkuð vel kenningar Roy Spencer finnst mér alltaf vera meiri og meiri skynsemi í þeim. Kannski vegna þess að þær eru undirbyggðar af úr vísindalegum athugunum færustu sérfræðinga og svo eru þær ekki settar fram með upphrópun eða sem trúarbrögð. Sú framsetning einkennir því miður of marga sem vilja tjá sig um gróðurhúsaáhrifin og hvað valdi þeim. Skoðum aðeins hvað Roy Spencer segir. Kenningin um hlýnun jarðar byggir á þeirri forsendu að stöðugur meðalhiti jarðar orsakist af jafnvægi milli (1) sólargeisla sem ná inn í lofthjúpinn og (2) Innrauðum geislum sem sleppa út og tapast út í geiminn. Með öðrum orðum orka inn=orka út. Þannig er útstreymi orku að meðaltali áætlað 235 wött á hvern fermeter á ársgrundvelli. Gróðurhúsa lofttegundir í andrúmsloftinu (mestmegnis vatnsgufur, ský, koldíoxíð og metan) stýra að mestu því hversu heitt yfirborð jarðar verður. Notkun okkar mannanna á jarðefnaeldsneyti eykur síðan magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Áhrif þessarar aukningar eru að meira af innrauðu geislunum (sem vanalega sleppa út í geiminn) lokast inni í lofthjúpnum. Þetta styrkir enn frekar náttúruleg gróðurhúsaáhrif, þannig að hlýnun verður í lægri hluta andrúmsloftsins og á yfirborði jarðar. Kenningin um gróðurhúsaáhrifin segir að lægri hluti andrúmsloftsins hækki í hitastigi vegna þessara áhrifa koldíoxíðs, (aukning á hitanum veldur því að innrauðu geislarnir sleppa út í geiminn) sem veldur auknu útstreymi á innrauðum geislum þar til jafnvægi er náð við geislun sólar (orka inn=orka út) Með öðrum orðum hitastig á jörðinni mun aukast þar til jafnvægi er náð. ÞETTA ER KENNINGIN UM GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Í EINFALDRI MYND. Hér er svo vandamálið. Hlýnun af völdum aukins magns koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu einu og sér, er til þess að gera lítil. Það hefur verið fræðilega reiknað út að ef að engar aðrar breytingar verða í lofthjúpnum, mun tvöföldun á koldíoxíð (CO2) í lofthjúpnum valda minna en 1 gráðu í hlýnun (eða um 1 gráðu á Fareinheit). Þetta er ekki umdeild staðhæfing, heldur niðurstaða loftslags sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði. Í dag er staðan þannig að við erum komin í svona 40% af því að tvöfalda magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Athyglisvert ekki satt? Meira síðar....
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 01:25
Gróðurhúsaáhrif - sannleikur eða bull? Roy W Spencer
Þessi ágæti fræðimaður sem reyndar er mjög virtur fyrir skoðanir sínar gefur ekki mikið fyrir boðskap Al Gore. Hann gaf nýlega út bókina "Climate Confusion" sem allir áhugamenn um umhverfið ættu að lesa. Þessi ágæti snillingur heldur því fram og rökstyður að tölvulíkön þau sem notuð eru í dag til að spá fyrir um hlýnun jarðar séu í meginatriðum ranglega saman sett. Hér að til gamans ein af þeim ábendingum sem hann hefur sett fram.
"Al Gore likes to say that mankind puts 70 million tons of carbon dioxide into the atmosphere every day. What he probably doesn't know is that mother nature puts 24,000 times that amount of our main greenhouse gas -- water vapor -- into the atmosphere every day, and removes about the same amount every day. While this does not 'prove' that global warming is not manmade, it shows that weather systems have by far the greatest control over the Earth's greenhouse effect, which is dominated by water vapor and clouds."
Meira síðar.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 11:31
Hér er komin fyrirmyndin af Gussa í Eurovision myndbandinu.
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST !!! He he
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 13:19
Að sjálfsögðu á ráðherra íþróttamála að fara til Kína!
Nokkur umræða hefur verið um það síðustu daga hvort að ráðherra mennta- og íþróttamála eigi að vera viðstaddur setningu ólympíuleika í Kína. Íþróttakeppni er, og á að vera hafin yfir flokkadrætti og pólitík. Það er sjálfsagt og eðlilegt að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja á Tíbetum. Það eigum við að gera við hvert tækifæri sem býðst. En við eigum ekki að sleppa tækifærunum sem gefast.
Sú undarlega skoðun er orðin ansi útbreidd að best sé að árétta skoðanir sínar með því að fara í fýlu og mæta ekki. Þetta er ótrúlega útbreiddur misskilningur. Með þessu mundum við sýna óvirðingu okkar við ólympíuhugsjónina, en kínverskum stjórnvöldum gæti sjálfsagt ekki verið meira sama um hvort íslenskur ráðherra kemur eða ekki.
Ráðherra íþróttamála á því að mæta á setningu ólympíuleikanna í Kína og sýna með því þúsundum afreksmanna virðingu sína á þeim afrekum sem þeir hafa undirbúið sig árum saman fyrir. Síðan á hún að nota hvert tækifæri sem gefst til þess að koma að stuðningi okkar við frelsis baráttu Tíbet á framfæri við Kínverska ráðamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar