Froða


Nú um stundir er loftslags ráðstefnan í Kaupmannahöfn að ná hámarki sínu og þjóðarleiðtogar flykkjast þangað til þess að vera menn með mönnum. Á bak við þessa skrúðgöngu er því miður lítið annað en froða í upphrópunar stíl. Í raun eru þetta ný trúarbrögð sem við eigum að trúa á hvað sem tautar og raular. Ég hef kosið í þessum efnum að vera efasemdarmaður. Framgangan og þvælan sem maður heyrir í þessu samhengi er þannig að þetta er fyrir löngu hætt að vera byggt á rökum og rannsóknum. Hver vísindamaðurinn af öðrum stekkur fram á ritvöllinn og boðar nýjar kenningar um það hvað losun á gróðurhúsalofttegundum sé skaðleg. Síðan þegar rýnt er í málið er því miður oft ekki að finna neina vísindalega sönnun fyrir því að umræddar afleiðingar séu af manna völdum.

Viddi en jöklarnir eru að bráðna var sagt við mig um daginn í einni rökræðunni. Það er alveg rétt, það eru til gögn sem sýna jöklar voru byrjaðir að hopa í kringum árið 1800 eða löngu áður en útblástur gróðurhúsa lofttegunda kom til. Jarðvegs rannsóknir á því landi sem kemur undan hopandi jöklum sýna líka gamla trjástubba og annan gróður. Hvenær skildi þessu hafa verið plantað?

Umræðunni virðist því stjórnað af trúarleiðtogum sem kæra sig kollótta um sannleikann. Sama hvort menn heita Al Gore eða Andri Snær þá er sannfæring og trú er ekki það sama og staðreyndir.

Ég fékk eina góða athugasemd frá Bjarna vini mínum Sigtryggssyni við síðasta pistli. Þar bendir hann á að óhófleg og vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum hefur flýtt þeirri röskun á loftslagi, sem oft er kölluð "global warming". Það er alveg rétt hjá honum að þetta er kenning sem haldið hefur verið fram og henni hefur vaxið fylgi. Ég hef haft efasemdir um að hún standist og tel reyndar að sífellt fleiri gögn séu að koma í ljós sem sýni að hún standist ekki. Meira um það síðar.

Ég tek heilshugar undir með Bjarna þar sem hann segir „Skoðið báðar hliðar málsins“ Einnig að við eigum þrátt fyrir að vera efahyggjumenn að hvetja og ýta undir hverskonar þróun á endurnýjanlegum orkulindum, bindingu kolefna í gróðri og jarðvegi og almennt að gæta að og ganga vel um nánasta umhverfi okkar og náttúru.

Heimsendaspámenn og loddarar eru orðnir heldur fyrirferðamiklir í þessari umræðu að mínu viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband