Færsluflokkur: Umhverfismál

Loftslags trúarbrögð

Ég er einn af þeim sem hef ekki verið tilbúin til að gleypa fullyrðingar um hlýnun jarðar alveg hráar. Ég hef viljað fá trúverðugar vísindalegar sannanir fram í dagsljósið. Að sama skapi hef ég ekki geta neitað framsetningu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Þrátt fyrir sterkan orðróm um spillingu og gagnahagræðingu. Nú síðustu daga og vikur hefur Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC misst trúverðugleika sinn. Ástæðan fyrir því er sú að nefndin byggir ályktanir sínar á gögnum frá Loftslagsdeild háskólans í Austur-Anglíu í Bretlandi (Climatic Research Unit) skammstafað CRU. Nýlega brutust tölvuþrjótar inn í tölvukerfi CRU og stálu þar umtalsverðu magni af gögnum og tölvupóstum sem sýna og sanna mjög vafasama meðhöndlun gagna og óeðlileg samskipti CRU við marga af æðstu stjórnendum IPCC.

Phil Jones yfirmaður CRU hefur viðurkennt opinberlega að brotist hafi verið inn í tölvukerfi CRU en að sama skapi hefur hann reynt að gera lítið úr innihald þess sem komið er í umferð af þessum gögnum. Sumir erlendir fréttaskýrendur ganga svo langt að halda því fram að þetta sé upphafið af endalokum IPCC. Hvort sem að það er rétt eða ekki er alveg ljóst að niðurstöður nefndarinnar eru byggðar á rannsóknargögnum sem eru fölsuð til þess að draga fram fyrirfram gefna niðurstöðu.

Þetta er merkilegt í ljósi þess að nú eftir nokkra daga eru þjóðarleiðtogar heimsins að hittast í Kaupmannahöfn til þess að ræða aðgerðir í loftslagsmálum heimsins. Þessi umræða er byggð á niðurstöðum IPCC sem notar gögn sem átt hefur verið við til þess að draga fram fyrirfram ákveðnar niðurstöður.

Ég á kunningja sem að sagði við mig um daginn að þessi loftslagsmál væru eins og trúarbrögð. Ég hló en svo fór ég að hugsa þetta betur og sá að hann hafði mikið til síns máls. Hér er vel gefið, vel menntað, vel upplýst fólk tilbúið til þess að trúa því að losun gróðurhúsa lofttegunda sé að orsaka hnattræna hlýnun. Án þess að það sé sannað á einn eða neinn hátt. Öll framkoma þessa fólks er eins og um trú eða trúarbrögð sé að ræða. Öll rökhugsun út í veður og vind og hjarðeðlið tekur völdin. Einhvernvegin er það þannig að mjög margir vísindamenn trúa því að framsetning IPCC sé rétt. En það eru ekki vísindi heldur trú. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti trú, en þegar hún dulbýr sig sem vísindi og slær um sig með fölsuðum rannsóknargögnum er hún ekki trúverðug.


Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband