Örvæntingar æði

Nú er svo komið að á hverjum degi heyrir maður af nýju fólki sem alvarlega er að hugsa um að henda lyklinum af húsinu og bílnum inn í viðkomandi lánastofnanir og flýja land. Ég held að ráðamenn þurfi að fara að gera sér grein fyrir því að þúsundir fjölskyldna standa í þeim sporum að geta ekki með neinu móti klofið þær skuldbindingar sem það tók að sér í góðri trú um stöðugleika og örugga efnahagsstjórn. Staðreyndin er að fólk sér fram á betri kjör fyrir sig og sína með því að hlaupast frá skuldbindingum sínum. Hvort sem það er til útlanda eða ekki. Ég var að tala við einn félaga sem tók á sínum tíma 18 milljóna erlent lán til að fjármagna 70% af kaupverði íbúðar fyrir fjölskylduna. Allt var reiknað út frá greiðslugetu fjölskyldunnar og 130 þúsund króna afborgun átti ekki að vera of íþyngjandi. Nú er staðan sú að mánaðarleg greiðsla þessa láns er komin í 270 þúsund og fjölskyldan löngu hætt að hafa greiðslugetu til að standa undir þessu. Til viðbótar eru svo auðvitað bílalán ýmsar tómstundir barnanna og ýmis önnur útgjöld. Fjölskyldufaðirinn tjáði mér að hann væri sko alveg til í að selja allar sínar eignir bara til þess að hafa hreint borð en það er engin markaður fyrir eitt né neitt. Eigið fé eða framlag fjölskyldunnar er löngu brunnið upp og tryggingar (hús og bíll) standa í raun ekki undir eftirstöðvum lána. Fyrir þessa fjölskyldu er engin leið út (að þeirra mati) nema skila lyklum af íbúð og bíl og láta lýsa sig gjaldþrota. Jafnvel 7 ára klafi þar sem einstaklingurinn verður eignalaus og rúin trausti í bankakerfinu er í raun aðgengilegri fyrir þetta sómafólk til að þau megi veita sér og sínum LÁGMARKS viðgerning. Þetta fólk gerði í raun ekkert af sér nema treysta því fólki sem sagði að hér ríkti festa og öryggi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það fólk hinsvegar talar niður til fjölskyldunnar og segir henni að hún hafi skuldsett sig óhóflega.Sorglegt en því miður satt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband