Nú er nóg komið

Ég er einn af þeim sem hef verið aðdáandi Davíðs Oddssonar lengi, jafnvel þó að ég hafi ekki alltaf verið honum efnislega sammála. Staðfesta, ótvíræðir leiðtogahæfileikar, röggsemi, dugur og þor eru allt saman eiginleikar sem ég hef hrifist af. Nú er hinsvegar svo komið að ég tel óhjákvæmilegt að þessi fyrrverandi pólitíkus og núverandi embættismaður dragi sig í hlé.  Hroki, drambsemi, einræðis tilburðir og þröngsýni eru að sama skapi eiginleikar sem ég fyrirlít og því miður hef ég séð of mikið af þeim eiginleikum upp á síðkastið. 

Það er þungbært fyrir þennan ágæta mann sem átti mjög svo farsælan stjórnmálaferil að sitja uppi með það að vera sá embættismaður sem hefur gert ein mestu afglöp sögunnar í starfi sínu sem bankastjóri Seðlabankans.  En þannig er það nú bara. 

Sátt og samtakamáttur næst ekki fram hjá þjóðinni fyrr en forystumenn hennar viðurkenna mistök sín og veikleika. Þá þarf að leggja niður pólitískan rétttrúnað, flokkspólitískt hagsmuna pot, og persónulegt hagsmuna pot. Við þurfum að fá leiðtoga fram sem að þjóðin raunverulega trúir að sé að gæta hagsmuna hennar en ekki einungis hagsmuna fyrir fáa útvalda. 

 


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband