18.6.2008 | 23:25
Bjarnarbrjálæði
Líkast til, eru allir löngu orðnir leiðir á ísbjarnar skrifum en ég ætla samt að velta upp nokkrum pælingum um bangsa og ráðherra hans.
Því skaut upp í huga minn þegar ég var að flétta blöðunum í morgun að mikið væri gaman ef ráðherrar þessa lands hugsuðu eins vel um þegna sína og ráðherra umhverfismála hugsar um villuráfandi rándýr norður í landi. Í nafni náttúruverndar er hægt að eyða mörgum milljónum að fé ríkissjóðs til þess að reyna að bjarga villidýri sem getur ekki gengið laust í íslenskri náttúru. Til allrar lukku varð að aflífa dýrið áður en þessu sirkus varð fáránlega dýr fyrir þjóðarbúið.
Ég bara get ekki réttlætt í huga mínum þessi viðbrögð. Hér deyr fólk á biðlistum eftir læknisaðgerðum, öryrkjar og aldraðir lifa sumir hverjir við skammarleg kjör, ríkið hefur ekki efni á því að lækka álögur á eldsneyti almenningi til heilla, nú á þjóðin að sýna aðlögunarhæfni sýna og herða sultarólina. Á sama tíma finnst mönnum bara allt í lagi að eyða mögulega milljónatugum í ísbjörn. Ég held að við eigum gott orð yfir þetta háttarlag, flottræfilsháttur\u001b það er varla hægt að kalla það annað. Auðvita átti að lóga birninum strax.
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.