Bjarnarbrjálæði

Líkast til, eru allir löngu orðnir leiðir á ísbjarnar skrifum en ég ætla samt að velta upp nokkrum pælingum um bangsa og ráðherra hans. 

Því skaut upp í huga minn þegar ég var að flétta blöðunum í morgun að mikið væri gaman ef ráðherrar þessa lands hugsuðu eins vel um þegna sína og ráðherra umhverfismála hugsar um villuráfandi rándýr norður í landi. Í nafni náttúruverndar er hægt að eyða mörgum milljónum að fé ríkissjóðs til þess að reyna að bjarga villidýri sem getur ekki gengið laust í íslenskri náttúru. Til allrar lukku varð að aflífa dýrið áður en þessu sirkus varð fáránlega dýr fyrir þjóðarbúið. 

Ég bara get ekki réttlætt í huga mínum þessi viðbrögð. Hér deyr fólk á biðlistum eftir læknisaðgerðum, öryrkjar og aldraðir lifa sumir hverjir við skammarleg kjör, ríkið hefur ekki efni á því að lækka álögur á eldsneyti almenningi til heilla, nú á þjóðin að sýna aðlögunarhæfni sýna og herða sultarólina. Á sama tíma finnst mönnum bara allt í lagi að eyða mögulega milljónatugum í ísbjörn. Ég held að við eigum gott orð yfir þetta háttarlag, flottræfilsháttur\u001b það er varla hægt að kalla það annað. Auðvita átti að lóga birninum strax.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband