18.12.2007 | 11:41
Höfum við gengið til góðs?
Ég er einn þeirra sem að held því fram að við séum á kolrangri leið með stefnuna í umferðarmálum. Aðferðafræðin er ekki að gera sig og mér sýnist að þessar tölur frá Ríkislögreglustjóra staðfesti það. Reyndar vantar nánari sundurliðun og skilgreingingu á þessu en þetta er verulega athyglisvert.
Umferðarstofa hefur farið hamförum í áróðri sínum, svo mjög að fólk er hætt að nenna að hlusta á þetta tuð. Þaðan kemur bara endalaust svartsýnishjal sem er farið að minna á söguna "Úlfur Úlfur" Svo þegar þeir þurfa virkilega að koma einhverju á framfæri nennir engin að hlusta.
Þurfum við ekki meira umburðarlyndi og gleði í umferðina? Vissulega er þetta dauðans alvara en það þjónar ekki tilgangi sínum að tala stöðugt um umferðina eins og vígvöll.
Einhvervegin læðist að mér sá grunur að þessi fjölgun sé fyrst og fremst venjulegt dagfarsprútt fólk sem óvart gleymdi sér augnablik og fór lítillega út fyrir vikmörkin. Eftir sem áður hefur ekki náðst sýnilegur árangur í því að stöðva umferðarþrjóta þessa lands enda er öll áherslan á því að stöðva þá sem enga hættu skapa í kringum sig. Eða hvað?
Um 6.000 umferðalagabrot skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.