Færsluflokkur: Bloggar

Skynsemi eða valdhroki?

Enn er Sýslumaðurinn á Selfossi að láta til finna fyrir sér í tengslum við umferðarmál. Núna eru unglingar á Selfossi settir í akstursbann verði þeim eitthvað á í umferðinni.  þegar þessir unglingar hafa fengið fjóra refsipunkta, eru þeir teknir úr umferð og fá ekki að aka ökutæki fyrr en eftir að hafa staðist bóklegt og verklegt ökupróf. 

Svona bara rétt til þess að rifja upp fyrir okkur sem tókum bílpróf fyrir allmörgum árum þá fær maður punkta í ökuferilsskránna sína m.a. fyrir að; aka gegn rauðu umferðarljósi  4 punkta, aka gegn einstefnu 1 punkt, bann við framúrakstri eigi virt 1 punktur, Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu  2 punktar,  Eigi numið staðar og veitt hjálp 2 punktar,   Ökutæki bakkað eða snúið við þannig að hætta eða óþægindi skapast fyrir aðra 1 punktur,    Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður  2 punktar, Öryggisbelti ekki notað  1 punktur og þannig má lengi telja.

Í þessu sambandi veltir maður fyrir sér barnauppeldi almennt. Hvort er vænlegra til árangurs, að leiðbeina og fræða, sýna umburðarlindi, þolinmæði og hvetja einstaklingin til þess að gera betur og um leið ná góðum árangri og valdi á því sem verið er að fást við. Eða vera ósveigjanlegur, refsiglaður og sýna vald sitt í verki?

Reyndar er það nokkuð öruggt að einhverjir sem hér um ræðir hafa sýnt af sér þvílíkt gáleysi að aðgerð sem þessi er fyllilega réttlætanleg. En þegar ungmennin sem hafa fengið á sig þessa refsingu eru komin á annan tug í litlu bæjarfélagi á stuttum tíma , er ekki hægt annað en að draga þá ályktun að einhverjir embættismenn séu farnir að misskilja hlutverk sitt hrapalega.  

Þannig eru lögin sem veita heimildina skynsamleg þegar um síbrotamenn í umferðinni er að ræða. En þegar embættismenn eru farnir að útdeila gæðunum óhóflega í því skyni að reyna að kúga fjöldann til hlýðni er ekkert annað orð til yfir þetta en valdhroki.

Það að hræða fólk til hlýðni er aðferð sem er alþekkt í undirheimum hjá harðsvíruðum glæpagengjum, jú og svo beittu nasistar á tímum Hitlers þessari aðferð líka.


mbl.is Ellefu ungir ökumenn settir í akstursbann á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maraþon Glitnis

Bjartsýnin var alveg að fara með mig þegar ég tók mig til og skráði okkur Ólöfu í 10 km. hlaup í Maraþonhlaupi Glitnis og ÍBR.

Reyndar trimmuðum við þetta nokkuð létt vorum ekki nema rétt rúmar 56 mínútur að skokka þetta. Það var ótrúlega gaman þennan morgun, veðrið var yndislegt, meira að segja á nesinu bærðist ekki hár á höfði. ég hef aldrei upplifað það áður, logn og ég meina algert logn á Seltjarnarnesi. Það var síðan í gær sunnudag að maður fór að finna aðeins fyrir því að skrokkurinn var ekki í hlaupaformi. Harðsperrur og eymsli hingað og þangað.

Hetjur hlaupsins að mínu viti eru íbúar á Lynghaga, það er ótrúlega skemmtilegt að hlaupa í gegnum þá götu. Íbúarnir standa úti með sleifar og kökubauka, eða hljómtæki og hersingin öll er hvött áfram duglega.  Reyndar er þetta svona víða á leiðinni en Lynghaginn stendur uppúr

Þrátt fyrir að maður minni á Gosa spýtukall í dag, er þetta eitt það allra besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig lengi.  


MBA útilegan í Þakgili

Þakgil Núna um helgina var MBA útilegan haldin að frumkvæði Ívu og Grétars í Þakgili sem er stutt frá Vík í Mýrdal. Ágætis mæting var en samt hefði verið gaman að sjá fleiri, þeir koma bara næst. Þessi magnaði hópur er ákveðin í því að halda áfram að hittast í útilegum og göngutúrum.

Þakgil er um 15 kílómetra inn í landið frá þjóðvegi 1 og afleggjarinn er stuttu austan við Vík. Þetta er einstaklega fallegur staður, fallegar grónar hlíðar á alla vegu umlykja gilið þannig að þar er algert skjól fyrir vindi sama hvaðan hann blæs. 

Við komumst ekki fyrr en á laugardegi og félagarnir sem mætt höfðu kvöldið áður  báru sig nú bara vel þrátt fyrir að hafa verið í djúpum samræðum langt fram eftir nóttu kvöldið áður. Íva og Grétar rifu hópinn í bílferð með ótal stoppum þar sem að hálendið í kringum Kötlu og Mýrdalsjökul var skoðað og útlistað. Greinilegt var að þarna var Grétar í essinu sínu og virtist kallinn kannast við hverja þúfu. Það var ótrúlega gaman að fara um með manni sem að þekkti þetta svæði svona vel. Í dag sunnudag fór Íva síða með hjörðina í léttan göngutúr inn í Remundargil sem er næsta gil við hliðina. Afskaplega falleg leið og létt ganga sem að hentar fyrir hvern sem er.  

Þessi útilega var frábært framtak og vonandi eiga þær eftir að verða margar fleiri. Nokkrar myndir voru teknar og er hægt að nálgast þær með því að ýta hér.


Perlan í norðri

Útsýnið frá GrundDýrðardagar er það sem kemur upp í hugann núna nokkrum dögum eftir að heim er komið eftir tveggja daga veru í Flatey á Skjálfanda. Það voru Sigga og Danni sem að buðu okkur að koma til sín út í eyju eftir gönguferðina góðu úr Kinn í Hvalvatnsfjörð. 

„Við eigum bát á Húsavík til að komast út“ sagði Sigga, það átti svo eftir að koma í ljós að þetta var engin koppur heldur alvöru snekkja, ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá fleyið í höfninni á Húsavík.   Glæsifley svo sannarlega.

Dagarnir í Flatey voru sannkallaðir dýrðar dagar, farið var á sjó og veitt í plokkfiskinn hennar Siggu sem á engan sinn líkan. Lundinn var háfaður af miklum móð, og svo var veðrið alveg ótrúlega fallegt.

Það var gaman að koma á ættaróðalið Grund, húsið er glæsilegt, allt er snyrtilegt og öllu vel við haldið svo mikill sómi er af. Það sama var ekki að segja um allar byggingarnar sem að við gengum framhjá á eyjunni, en greinilegt var samt að uppbygging er komin vel af stað hjá mörgum en aðrir eiga langt í land.

Það var gaman að fara upp í vitann og sjá vel yfir eyjuna, meðal þess sem sást vel úr vitanum var Arnargerði sem talið er að Stjörnu Oddi hafi reist. En hann var einn merkasti vísindamaður Íslendinga á miðöldum.  Á netinu má finna fróðlega grein eftir Þorstein Vilhjálmsson um nákvæmni Stjörnu Odda en hann var langt á undan sinni samtíð. Greinina má finna með því að ýta hér.

Annars er ég búin að setja inn nokkrar myndir sem segja meira en mörg orð.  


Gönguferð frá Nípá í Kinn í Hvalvatnsfjörð

Upp úr þokunni

Nú er aldeilis frábærri gönguferð með Fjörðungum á Grenivík lokið. Gengið var frá Nípá í Kinn yfir í Naustavík og gist þar. Á öðrum degi í Vargsnes og þaðan vestur yfir Víknafjöll og gist að Heiðarhúsum. Á þriðja degi var ekið út á Flateyjardal og gengið vestur Víkurbakka og niður Bjarnarfjallsskriður. Þar biðu bílar á Kaðalstaðafjöru og fluttu hópinn til Grenivíkur.
Veður var ágætt en þoka hamlaði mjög útsýn tvo fyrri dagana. Uppi á skarðinu norðan Skálavíkurhnjúks, í 870 m hæð, var þó glaðasólskin, logn og ekki innan við 15° hiti og eftir að hnjúknum var náð var hópurinn laus við þokuna sem fylgt hafði með frá upphafi ferðar. Á myndinni hér til hliðar má sjá Danna, Ólöfu og Siggu nýkomin upp úr þokunni á leið sinni upp á Skálavíkurhnjúk. Hér var ferðin u.þ.b. hálfnuð og þokan að baki. Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúm sem skoða má hér. Einnig eru nokkrar myndir úr ferðinni komnar inn á vef Fjörðunga á Grenivík og má skoða þær með því að ýta hér.

Dagur 1

Gengið var frá Nípá í Kinn nokkuð þétt upp á við í skarðið sem liggur á milli Skessufjalls og Bæjarfjalls en skarðið er kallað Kotaskarð. Gengið var eftir vegslóða meðfram Skarðsá þar til komið var inn í Kotárdal.  Þar var gengið inn dalinn til þess að komast yfir brú á ánni Purku. Síðan var gengið út Kotárdal, yfir Náttfaravík og fyrir ofan Vegghamra og niður í Naustavík. Þar var gist í gamla bænum sem hefur verið í eyði síðan hann var yfirgefinn árið 1938. 

Dagur 2

Flateyjardalur_NaustavikVar síðan ganga úr Naustavík í Vargsnes og þaðan yfir í Flateyjardal.  Á vef landmælinga Íslands er merkt gönguleiðin sem hópurinn gekk á degi 2 reyndar var farið í öfuga átt þ.e. frá Naustavík í Heiðarhús á Flateyjardal en leiðin er í aðalatriðum sú sama og er afrit af korti landmælinga hér með. 

 

 

 

 

 

Dagur 3 

Á þriðja degi var síðan byrjað á því að heimsækja Eyri gamalt ættaróðal Siggu Ingvars en síðan var gengið úr Flateyjardal  vestur Víkurbakka og hæðin aukin smátt og smátt í tæpa 500 metra þegar komið var í Bjarnarfjallsskriður. Þar renndi hópurinn sér niður skriðurnar. Fyrst var farið u.þ.b. hálfa leið niður en þar fannst grasbali og dregið var upp kakó og nesti. Eftir aftökuna var síðari hlutinn tekinn á fótskriðu og sýndu GPS tæki að hraðinn á mestu görpunum var 30 km á klukkustund þegar þeir flugu niður skriðurnar með skrækjum. Þannig var lækkað úr tæpum 500 metrum niður í sjávarmál á örfáum mínútum. 

GPS upplýsingar úr ferðinni

Dagur 1

Dagur_1_leidinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagur 2

Dagur_2_leidinn

 

 

 

 

 

 

 


Dagur 3

 Dagur_3_leidinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hæðarkort

 Profile_allir_dagar

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband