Val-bundin vitskerðing?

Ég hlustaði í útvarpi á Umhverfisráðherrann okkar þar sem að hún var í yfirheyrslu hjá umsjónarmanni Íslands í dag á Stöð 2 núna fyrr í kvöld. Það sem að datt í hugann á mér við að hlusta á hana var að annað hvort er konan eitur snjöll og útsmogin eða þröngsýn og vitgrönn. Eftir að vera búin að velta þessu fyrir mér dágóða stund komst ég að þeirri niðurstöðu að líklegast væri um val-bundna vitskerðingu að ræða.

Í þessu viðtali sagði ráðherrann að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda áfram að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og var hún þá að ræða um losun koltvíoxíðs. Þetta var sagt svona eins og við Íslendingar værum í flokki mestu umhverfis sóðanna á þessari plánetu. 

Evrópusambandið eyðir umtalsverðum upphæðum í það að ná langtímamarkmiðum sínum  varðandi nýtingu á umhverfisvænni orku. Þeir eru að gera sér vonir um að komast upp fyrir 10% hlutfall af umhverfisvænni orkunotkun í nánustu framtíð. Á sama tíma er notkun okkar Íslendinga á umhverfisvænni orku um 70% af heildar notkun okkar. Það sér hver maður að hér er ólíku saman að jafna. 

Það var líka kostulegt að þetta viðtal skildi vera sama dag og hinn virti sænski fræðimaður Fred Goldberg hélt fyrirlestur í Norræna húsinu. Hann telur meðal annars að mannleg áhrif á loftslagsbreytingar séu stórlega ofmetinn. Samkvæmt hans kenningum hefur mannkynið ekki einu mælanleg áhrif á veðurfarið. Kenningar hans koma saman við kenningar Doktors Roy W. Spenser.  Staðreyndin er sú að vatnsgufur jafngilda 98 prósentum af öllum gróðurhúsalofttegundum. En koltvíoxíð aðeins einu prósenti. 

Aðeins 4 prósent af þessu eina prósenti af Koltvíoxíði er síðan af mannavöldum. Líkurnar á því að það geti haft veruleg áhrif eins og haldið hefur verið fram varðandi hlýnun jarðar eru því nánast hverfandi. 

Það er gott að geta talað af sannfæringu um mál út frá val-bundinni þekkingu.  Einhverjir kalla það lýðræði aðrir kjósa að kalla það fölsun. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband