Borgarrrrrstjóri hinn fjórði

Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki haft mikla trú á því að Hanna Birna gæti leitt sundurleitan borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Og ef það er eitthvað sem að flokkinn vantar núna þá er það sterkur og stefnufastur leiðtogi og ég satt best að segja sá hann ekki í hópnum. Þessi hópur er búin að vera í tómu tjóni síðan Vilhjálmur tók við sem leiðtogi en hann var langt frá því að valda starfinu. Það eru gömul sannindi og ný að gamall og reyndur pólitíkus sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu þarf ekki að vera góður leiðtogi. Því miður fyrir flokkinn var það raunin með Vilhjálm.

En aftur að Hönnu Birnu. Á mig hefur þessi kona alltaf virkað eins og hún sé hrokafull frekja. Hún getur sett upp einhvern vandlætingar þvermóðsku svip sem er ekki vitund heillandi. Ég held að ég geti sagt að hann sé beinlínis fráhrindandi. 

Ég sat í gærkvöldi og fylgdist með Helga í Kastljósinu taka hana í yfirheyrslu. Ég sat spenntur í sófanum og hlustaði á hvert orð og reyndi að ráða í hverja hreyfingu og hvern svip. Þegar viðtalinu sem var í beinni var lokið stóð ég sjálfan mig að því að brosa. YESSSS hrópaði ég, það er enn von. Ég sá konu sem að var geislandi og talaði af festu, öryggi og yfirvegun. Svo tók hún líka ábyrgð, sagði fullum hálsi að hún sem leiðtogi hópsins tæki fulla ábyrgð á því hvernig mál hefðu þróast síðustu daga. Það að þora að taka ábyrgð á verkum sínum er sjaldgæfur eiginleiki pólitíkusa, þeir eru þekktari fyrir taka helst enga ábyrgð en sannir leiðtogar gera þetta hiklaust. 

Ég bíð spenntur eftir næstu vikum til að sjá hvernig málin þróast hjá henni og hvort að hún nær að vinna traust almennings (mín) með forystuhæfileikum sínum. Ég vona allavega að við fáum að sjá meira af þessari konu sem var svo kraftmikil og sannfærandi í Kastljósinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband