Og hvað gerir Jóhanna þá?

supply_and_demand_tshirt.jpg

Eins og við flest höfum fundið á eigin skinni síðustu mánuði þá hefur efnahagur landsins verið veikur og kreppuástand eða samdráttarskeið hefur varað mánuðum saman. 

Ég var spurður af því um daginn „Hvað er þessi efnahagur landsins sem stjórnmálamenn klifa sífellt á eiginlega“. Ég verð að viðurkenna að það rann ekki alveg beint upp, ég þurfti að hugsa smá stund því að hugtakið er orðið svo tamt í munni að maður er hættur að hugsa nákvæmlega hvað það raunverulega merkir. 

Efnahagur landsins er raunverulega það sem við sem þjóð framleiðum (fiskur, ál, matvæli, fatnaður). Það sem við sem þjóð notum af varningi (matur, föt, bílar). Þjónustan sem við sem þjóð nýtum okkur eða kaupum (klippingin, menntunin, viðgerðin á bílnum). Þannig má segja að allir (engin undanskilin) sem framleiða, eða nýta sér eitthvað í landinu hafi hlutverk í efnahag landsins. 

Þannig eru framleiðsla og neysla ofin saman. Til þess að fólk geti neytt hluta þarf að framleiða þá. Og til þess að framleiðslan geti staðið undir sér þarf fólk að vilja neyta framleiðslunnar. 

Segja má að þegar efnahagur landsins er heilbrigður og í jákvæðri uppsveiflu markast hann af þessum megin þáttum: 

  • Almenningur hefur trú á efnahagshorfum til framtíðar, þannig að hann eyðir meira.
  • Afleiðingin af því er aukin eftirspurn sem þýðir að þeir sem eru að framleiða og veita þjónustu þurfa að auka við sig starfsfólk og kaupa inn meira hráefni. 
  • Aukið atvinnustig þýðir síðan að enn fleiri neytendur kaupa vörur og þjónustu. Eftirspurn eykst enn frekar.
  • Fjárfestar hafa trú á því að efnahagurinn haldi áfram að rísa þannig að verð á hlutabréfum hækkar. 
  • Með auknu fjárflæði kaupa fjárfestar meira magn bréfa á markaði en líka aukið magn af vöru og þjónustu.
  • Verð á hlutabréfamarkaði vex
  • Efnahagur landsins er í jákvæðum spíral upp á við. 

Gagnstætt jákvæðum áhrifum í efnahag þjóðarinnar getur þjóðin lent í neikvæðum áhrifum  til lengri tíma eða svokölluðum neikvæðum spíral sem grefur undan og veikir efnahag þjóðarinnar. Þessu neikvæðu áhrif markast af þessum megin þáttum. 

  • Almenningur hefur takmarkaða trú á efnahagshorfum til framtíðar, þannig að hann eyðir minna.
  • Afleiðingin af því er lækkandi eftirspurn sem þýðir að þeir sem eru að framleiða og veita þjónustu þurfa að fækka starfsfólki og kaupa inn minna hráefni. 
  • Lækkandi atvinnustig þýðir síðan að enn fleiri neytendur missa vinnu og getu til að kaupa vörur og þjónustu. 
  • Þeir neytendur sem eru í vinnu hafa áhyggjur af því að þeir gætu misst vinnuna þannig að þeir eyða minna. Eftirspurn dregst enn frekar saman.
  • Fjárfestar hræðast enn frekara fall á mörkuðum þannig að áhugi þeirra á því að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum dvínar. 
  • Verð á hlutabréfamarkaði fellur 
  • Efnahagur landsins er í neikvæðum spíral niður á við.

Þetta er í raun það ástand sem að við lifum í, neikvæður spírall niður á við. Helsta orsökin; óvissa á framtíðina og minnkandi kaupgeta almennings eða með öðrum orðum mikið fall á eftirspurn. 

Já þetta er ekki mikið flóknara, hryggstikkið í samfélaginu er geta mín og þín til þess að neyta þess sem samfélagið býður upp á. Þegar geta okkar til þess að kaupa það sem hugur girnist skerðist. Dregst efnahagur þjóðarinnar saman. 

Þá getum við spurt; hvað hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gert til þess að auka trú almennings á því að ríkisstjórnin valdi hlutverki sínu við stjórn efnahagsmála? 

Hvað hefur þessi sama ríkisstjórn gert til þess að hvetja landsmenn til þess að auka neyslu sína?  

Eða hvað hefur þessi ríkisstjórn gert fyrir efnahag landins? Svari nú hver fyrir sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband