8.10.2008 | 22:19
Faðir vor, þú sem ert....... í Seðlabankanum
Ég er búin að liggja svolítið á meltunni og hugsa um þetta magnaða viðtal við Davíð Oddsson sem sýnt var í Kastljósi í gærkvöldi. Ég hafði því miður ekki möguleika á því að skoða þetta fyrr en í dag.
Ég verð að segja að þarna brá núverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans sér í gamalkunnugt hlutverk sem landsfaðirinn sem þarf að sefa þjóð sína. Ég verð að segja að sem slíkur stóða hann sig frábærlega en ég set spurningarmerki við þessa framgöngu hans. Var þetta hans hlutverk? Ég held ekki þessi skilaboð átti forsætisráðherra vor að flytja þjóðinni. Það hefði verið það eina rétta. Því að skilaboðin voru alveg þræl pólitísk og ekki hlutverk embættismanns að þruma svona yfir þjóðinni.
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.