21.7.2008 | 16:40
Gott hjá þér strákur
Kóngurinn á heiður skilin fyrir að segja skoðun sína umbúðalaust. Samfélag okkar á að vera þannig að allir geti sagt sína skoðun án þess að verða fyrir aðkasti þeirra sem ekki geta myndað sjálfstæða hugsun og hafa því kosið að vera hjarðmenn annarra.
Því miður er það sífellt að færast í aukanna að fólk með heilbrigðar sjálfstæðar hugsanir veigrar sér við að koma fram með þær. Ástæðan er óhemjuskapur og yfirgangur öfgafólks bæði til vinstri og hægri, þeirra sem vilja berja sem flesta til hlýðni í hjörðinni. Ég tek heilshugar undir skoðanir Bubba að álið er sko ekki það versta sem þessi þjóð glímir við.
Hér deyr fólk á biðlistum eftir aðgerðum vegna fjárskorts í heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma getum við eitt milljónum í ísbjörn og sungið til að vernda stokka og steina. Í mínum huga skrítnar áherslur.
Bubbi liggur undir ámælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað hefur hann gert til að verðskulda titilinn "kóngurinn"?
Haukur Viðar, 21.7.2008 kl. 18:38
Það var nú ekki ég sem skellti þessu nafni á hann. En vissulega hefur hann selt meira af tónlist hérlendis en allir aðrir tónlistarmenn. Sem væntanlega hefur fært honum nafnbótina.
Viðar Garðarsson, 21.7.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.