Úlfur úlfur

Ég velti fyrir mér þegar ég sé uppslátt eins og þennan, hvort það sé almenn leti sem fær okkur landsmenn til þess að sleppa því að kynna okkur málin efnislega á eigin spýtur.

Ef spurt hefði verið hvort viðkomandi væri tilbúin til þess að lifa við enn frekari kólnun efnahagslífsins næstu árin? Eða hvort við eigum að hætta að nýta auðlindir okkar? Hvað þá?

Hvað er átt við með orðinu stóriðja? Er verið að tala um orkufrekan iðnað eða mengandi iðnað? Ég hef á tilfinningunni að fólk sé andsnúið svokallaðri stóriðju og virkjunum af því að það heldur að þarna séu á ferðinni verulega mengandi framkvæmdir. En er það svo?

Tekin hefur verið saman flokkun á allri losun íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. Eftir atvinnugreinum er myndin þessi:

Sjávarútvegur og samgöngur 42% af heildar losun þjóðarinnar

Allur iðnaður þar með talið áliðnaður 34% af heildar losun þjóðarinnar

Landbúnaður og úrgangur 19% af heildar losun þjóðarinnar

Jarðhitavirkjanir 3% af heildar losun þjóðarinnar

Annað óskilgreint 2%

Á hvað forsendum skildu þátttakendur hafa svarað? Allavega það er skoðun undirritaðs að svona glórulaus framsetning sé neikvæð og niðurbrjótandi fyrir allan þorra almennings og Fréttablaðinu til lítils sóma.


mbl.is 57% andvíg frekari virkjunum fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef spurt hefði verið hvort viðkomandi væri tilbúin til þess að lifa við enn frekari kólnun efnahagslífsins næstu árin? Eða hvort við eigum að hætta að nýta auðlindir okkar?

En þetta hefur ekkert með stóriðju að gera. Erum við ekki í efnahagslægð þrátt fyrir Kárahnjúka og Reyðarál?

Villi Asgeirsson, 24.6.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband