21.4.2008 | 20:34
Örlítið meira um gróðurhúsaáhrif
Aðeins meira af kenningum Roy Spencer.
Eins og ég skrifaði í fyrri pistli í dag þá er hlýnun af völdum aukins magns koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu einu og sér til þess að gera lítil. Það hefur verið fræðilega reiknað út að ef að engar aðrar breytingar verða í lofthjúpnum, mun tvöföldun á koldíoxíð (CO2) í lofthjúpnum valda minna en 1 gráðu í hlýnun (eða um 1 gráðu á Fareinheit).
En...gallinn er að þetta með engar aðrar breytingar í lofthjúpnum er ekki mögulegt. Til að mynda má gera ráð fyrir því að ský, vatnsgufa og loftslagið í heild muni bregðast með einhverjum hætti við auknum hita. Þessi viðbrögð ættu annaðhvort að auka eða vinna gegn manngerðri hlýnun. Þessir þættir eru í umræðunni kallaðir viðbrögð (e. feedbacks). þessi svokölluðu viðbrögð stýra því svo hvort að manngerð hlýnun verður í hamfara stíl eða smávægileg og varla merkjanleg. Mat á þessum viðbrögðum er grunnurinn af öllum deilum fræðimanna um gróðurhúsaáhrifin.
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.