Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Eftir að hafa kynnt mér nokkuð vel kenningar Roy Spencer finnst mér alltaf vera meiri og meiri skynsemi í þeim. Kannski vegna þess að þær eru undirbyggðar af úr vísindalegum athugunum færustu sérfræðinga og svo eru þær ekki settar fram með upphrópun eða sem trúarbrögð. Sú framsetning einkennir því miður of marga sem vilja tjá sig um gróðurhúsaáhrifin og hvað valdi þeim.  Skoðum aðeins hvað Roy Spencer segir.

Kenningin um hlýnun jarðar byggir á þeirri forsendu að stöðugur meðalhiti jarðar orsakist af jafnvægi milli (1) sólargeisla sem ná inn í lofthjúpinn og (2) Innrauðum geislum sem sleppa út og tapast út í geiminn. Með öðrum orðum orka inn=orka út.  Þannig er útstreymi orku að meðaltali áætlað 235 wött á hvern fermeter á ársgrundvelli. 

 Gróðurhúsa lofttegundir í andrúmsloftinu (mestmegnis vatnsgufur, ský, koldíoxíð og metan) stýra að mestu því hversu heitt yfirborð jarðar verður. Notkun okkar mannanna á jarðefnaeldsneyti eykur síðan magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Áhrif þessarar aukningar eru að meira af innrauðu geislunum (sem vanalega sleppa út í geiminn) lokast inni í lofthjúpnum. Þetta styrkir enn frekar náttúruleg gróðurhúsaáhrif, þannig að hlýnun verður í lægri hluta andrúmsloftsins og á yfirborði jarðar. 

Kenningin um gróðurhúsaáhrifin segir að lægri hluti andrúmsloftsins hækki í hitastigi vegna þessara áhrifa koldíoxíðs, (aukning á hitanum veldur því að innrauðu geislarnir sleppa út í geiminn) sem veldur auknu útstreymi á innrauðum geislum þar til jafnvægi er náð við geislun sólar (orka inn=orka út) Með öðrum orðum hitastig á jörðinni mun aukast þar til jafnvægi er náð. ÞETTA ER KENNINGIN UM GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Í EINFALDRI MYND.

Hér er svo vandamálið. Hlýnun af völdum aukins magns koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu einu og sér, er til þess að gera lítil. Það hefur verið fræðilega reiknað út að ef að engar aðrar breytingar verða í lofthjúpnum, mun tvöföldun á koldíoxíð (CO2) í lofthjúpnum valda minna en 1 gráðu í hlýnun (eða um 1 gráðu á Fareinheit). Þetta er ekki umdeild staðhæfing, heldur niðurstaða loftslags sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði. Í dag er staðan þannig að við erum komin í svona 40% af því að tvöfalda magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu. 

Athyglisvert ekki satt?

Meira síðar.... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband