14.4.2008 | 13:19
Að sjálfsögðu á ráðherra íþróttamála að fara til Kína!
Nokkur umræða hefur verið um það síðustu daga hvort að ráðherra mennta- og íþróttamála eigi að vera viðstaddur setningu ólympíuleika í Kína. Íþróttakeppni er, og á að vera hafin yfir flokkadrætti og pólitík. Það er sjálfsagt og eðlilegt að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja á Tíbetum. Það eigum við að gera við hvert tækifæri sem býðst. En við eigum ekki að sleppa tækifærunum sem gefast.
Sú undarlega skoðun er orðin ansi útbreidd að best sé að árétta skoðanir sínar með því að fara í fýlu og mæta ekki. Þetta er ótrúlega útbreiddur misskilningur. Með þessu mundum við sýna óvirðingu okkar við ólympíuhugsjónina, en kínverskum stjórnvöldum gæti sjálfsagt ekki verið meira sama um hvort íslenskur ráðherra kemur eða ekki.
Ráðherra íþróttamála á því að mæta á setningu ólympíuleikanna í Kína og sýna með því þúsundum afreksmanna virðingu sína á þeim afrekum sem þeir hafa undirbúið sig árum saman fyrir. Síðan á hún að nota hvert tækifæri sem gefst til þess að koma að stuðningi okkar við frelsis baráttu Tíbet á framfæri við Kínverska ráðamenn.
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.