Enski boltinn hvað !

Fyrir skömmu síðan hóf fyrirtækið Capacent rafrænar mælingar á áhorfi og hlustun á ljósvakamiðlum. Þessar mælingar eru stöðugt í gangi og gefa loksins íslenskum auglýsingakaupendum raunsanna mynd á því hvar áhorfið og hlustunin er best á hverjum tíma.

Ég var örstutt að kíkja á fyrstu niðurstöðurnar sem Capacent birti og þær eru mjög merkilegar. Ef ekki eru í þeim verulegar skekkjur sem eiga eftir að jafnast út á næstunni má sjá að innlent efni nýtur mikilla vinsælda. Við kvikmyndagerðarmenn höfum haldið þessu fram árum saman en oftast fyrir daufum eyrum.  Nú sést þetta svo ekki verður um villst að þetta efni skarar framúr hvað áhorf varðar. 

Það var líka merkilegt að sjá að enski boltinn mælist varla. Áhorf á hann er langt undir 10%, samt var 365 tilbúið að greiða fyrir sýningarrétt á honum 1.500 milljónir króna. Líklegast vegna þess að forráðamenn þar trúðu því að áhorf á þetta efni væri mikið. Ef marka má kannanir Capacent hafa þeir þó líklega keypt köttinn í sekknum. Það verður þrautin þyngri að fá kostendur og auglýsendur til þess að kaupa birtingar með þetta lítið áhorf.

Þetta vekur svo upp spurninguna hvort að fyrri aðferðir við áhorfskannanir hafi stjórnast að hluta til af því hvaða þrýstihópur var háværastur á hverjum tíma? Allavega benda fyrstu tölur til þess að forráðamenn sjónvarpsstöðvanna allra ættu að setja aukið fjármagn í innlenda dagskrárframleiðslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband