Dæmisaga af óréttlæti, aðrir segja óréttlát dæmisaga

Ég var að flétta Fréttablaðinu og rakst þar á leiftrandi skemmtilegan pistil eftir Þorvald Gylfason. Að vanda var hann skemmtilegur, upplýsandi og vel fram settur. Eftir að ég hafði setið smá stund og hugleitt hvað maðurinn var að segja datt í huga minn þessi mynd.

Við sitjum í leikhúsi lífsins og erum á sama tíma áhorfendur og þátttakendur.Sá þáttur leikritsins sem ég ætla að fjalla um, hefur þessar persónur og leikendur.

Bóndinn, leikinn af íslensku þjóðinni.

Laxveiðimaðurinn leikinn af útgerðarmönnum með kvóta.

Ráðgjafar sem leiknir eru af þingmönnum löggjafarþingsins.

íslenski almúginn sem er leikin af sjálfum sér.

Söguþráðurinn er sem hér segir:Bóndi nokkur átti auðlind eina, laxveiðiá. Hann hafði leyft almúganum að veiða þar án takmarkanna en nú var svo komið að nokkrir laxveiðimenn voru svo stórtækir í sókn sinni að ljóst var að bóndinn þyrfti að takmarka sóknina i ánna ef ekki ætti illa að fara. Eftir nokkra umhugsun og vangaveltur varð það úr að hann fól ráðgjöfum sínum að búa til kerfi sem yrði öllum til hagsbóta og verndaði auðlindina fyrir komandi kynslóðir.

Viti menn ráðgjafarnir settu saman kerfi sem í meginatriðum er svona: Almúginn er útilokaður frá auðlindinni, hann hefur enga möguleika á því að komast inn í kerfið (þannig tryggðu ráðgjafarnir að nýliðun meðal þeirra sem í auðlindina sækja væri engin).

Síðan tóku þeir og úthlutuðu auðlindinni milli þeirra laxveiðimanna sem höfðu veitt mest síðustu árin og notuðu veiðireynslu þeirra síðustu árin til þess að útdeila gæðunum.  

Að lokum heimiluðu ráðgjafarnir laxveiðimönunum að eiga viðskipti með veiðiheimildirnar sín á milli án þess að þeir þyrftu að borga bóndanum eiganda auðlindarinnar krónu fyrir heimildirnar.

Laxveiðimennirnir urðu með einu pennastriki stóreignamenn á meðan að bóndinn hinn raunverulegi eigandi fær ekkert í sinn hlut.

-----------  

Er þetta ekki kallað eignaupptaka? Er nema von að tiltrú manna á löggjafarvaldinu sé lítil?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband