Kallinn swingar eins og engill

Ég var svo skemmtilega lánssamur að fara á tónleika Bubba Morthens og Stórsveitarinnar í gær. Það var alveg ótrúlega gaman að upplifa þetta, Kóngurinn kom fram á sviðið í hvítum smóking með hljóðnema í hendi og engan gítar. Sérlega óvanaleg staða. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð spenntur því ég var ekki viss um hvernig sveiflan færi með lög eins og Aldrei fór ég suður, Rómeó og Júlía og Ísbjarnarblús svo einhverjar perlur frá kappanum séu nefndar.

Til að gera langa sögu stutta þá sat ég ýmist með hökuna niður á bringu af undrun eða brosti eins og barn í afmæli nú og svo dillaði maður eins og búðingur því sveiflan tók mann traustátökum. Heilt yfir var þetta alveg frábært og sveiflan fór vel með perlurnar sem maður er búin að raula árum saman. 

Það voru þó nokkrir hápunktar sem mig langar að nefna. Framhjáhalds ræða Bubba þar sem hann þrumaði yfir karlpeningnum í salnum og renndi síðan inn í "Sumar konur" með gæsahúða saxafón inngangi frá Sigurði Flosasyni. Kossar án vara og Þínir löngu grönnu fingur hentuðu vel fyrir Stórsveitina. Síðast en ekki síst langar mig að nefna Fjöllin hafa vakað og Ísbjarnarblús þar sem Þórir Baldursson tók Hammondinn eftirminnilega til kostanna. 

Ég verð svona að lokum að minnast aðeins á Ragga Bjarna sem kom og tók My Way til að hvíla Bubba smá stund. Ótrúlegt að kallinn getur varla talað af elli, en hann syngur eins og engill. Garðar Thor kom einnig fram með eitt lag sem mér þótti slappasta atriðið á tónleikunum. 

Heilt yfir var þetta stórskemmtileg kvöldstund þar sem hljómsveitin fór á kostum og Kóngurinn var tær snilld, dansandi í hvíta smókingnum. 

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Finnbogason

Amen.  Þetta tókst frábærlega.

Björn Finnbogason, 5.1.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband