29.7.2007 | 21:16
MBA útilegan í Þakgili
Núna um helgina var MBA útilegan haldin að frumkvæði Ívu og Grétars í Þakgili sem er stutt frá Vík í Mýrdal. Ágætis mæting var en samt hefði verið gaman að sjá fleiri, þeir koma bara næst. Þessi magnaði hópur er ákveðin í því að halda áfram að hittast í útilegum og göngutúrum.
Þakgil er um 15 kílómetra inn í landið frá þjóðvegi 1 og afleggjarinn er stuttu austan við Vík. Þetta er einstaklega fallegur staður, fallegar grónar hlíðar á alla vegu umlykja gilið þannig að þar er algert skjól fyrir vindi sama hvaðan hann blæs.
Við komumst ekki fyrr en á laugardegi og félagarnir sem mætt höfðu kvöldið áður báru sig nú bara vel þrátt fyrir að hafa verið í djúpum samræðum langt fram eftir nóttu kvöldið áður. Íva og Grétar rifu hópinn í bílferð með ótal stoppum þar sem að hálendið í kringum Kötlu og Mýrdalsjökul var skoðað og útlistað. Greinilegt var að þarna var Grétar í essinu sínu og virtist kallinn kannast við hverja þúfu. Það var ótrúlega gaman að fara um með manni sem að þekkti þetta svæði svona vel. Í dag sunnudag fór Íva síða með hjörðina í léttan göngutúr inn í Remundargil sem er næsta gil við hliðina. Afskaplega falleg leið og létt ganga sem að hentar fyrir hvern sem er.
Þessi útilega var frábært framtak og vonandi eiga þær eftir að verða margar fleiri. Nokkrar myndir voru teknar og er hægt að nálgast þær með því að ýta hér.
Um bloggið
Viðar Garðarsson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.