Perlan í norðri

Útsýnið frá GrundDýrðardagar er það sem kemur upp í hugann núna nokkrum dögum eftir að heim er komið eftir tveggja daga veru í Flatey á Skjálfanda. Það voru Sigga og Danni sem að buðu okkur að koma til sín út í eyju eftir gönguferðina góðu úr Kinn í Hvalvatnsfjörð. 

„Við eigum bát á Húsavík til að komast út“ sagði Sigga, það átti svo eftir að koma í ljós að þetta var engin koppur heldur alvöru snekkja, ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá fleyið í höfninni á Húsavík.   Glæsifley svo sannarlega.

Dagarnir í Flatey voru sannkallaðir dýrðar dagar, farið var á sjó og veitt í plokkfiskinn hennar Siggu sem á engan sinn líkan. Lundinn var háfaður af miklum móð, og svo var veðrið alveg ótrúlega fallegt.

Það var gaman að koma á ættaróðalið Grund, húsið er glæsilegt, allt er snyrtilegt og öllu vel við haldið svo mikill sómi er af. Það sama var ekki að segja um allar byggingarnar sem að við gengum framhjá á eyjunni, en greinilegt var samt að uppbygging er komin vel af stað hjá mörgum en aðrir eiga langt í land.

Það var gaman að fara upp í vitann og sjá vel yfir eyjuna, meðal þess sem sást vel úr vitanum var Arnargerði sem talið er að Stjörnu Oddi hafi reist. En hann var einn merkasti vísindamaður Íslendinga á miðöldum.  Á netinu má finna fróðlega grein eftir Þorstein Vilhjálmsson um nákvæmni Stjörnu Odda en hann var langt á undan sinni samtíð. Greinina má finna með því að ýta hér.

Annars er ég búin að setja inn nokkrar myndir sem segja meira en mörg orð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband