Gönguferš frį Nķpį ķ Kinn ķ Hvalvatnsfjörš

Upp śr žokunni

Nś er aldeilis frįbęrri gönguferš meš Fjöršungum į Grenivķk lokiš. Gengiš var frį Nķpį ķ Kinn yfir ķ Naustavķk og gist žar. Į öšrum degi ķ Vargsnes og žašan vestur yfir Vķknafjöll og gist aš Heišarhśsum. Į žrišja degi var ekiš śt į Flateyjardal og gengiš vestur Vķkurbakka og nišur Bjarnarfjallsskrišur. Žar bišu bķlar į Kašalstašafjöru og fluttu hópinn til Grenivķkur.
Vešur var įgętt en žoka hamlaši mjög śtsżn tvo fyrri dagana. Uppi į skaršinu noršan Skįlavķkurhnjśks, ķ 870 m hęš, var žó glašasólskin, logn og ekki innan viš 15° hiti og eftir aš hnjśknum var nįš var hópurinn laus viš žokuna sem fylgt hafši meš frį upphafi feršar. Į myndinni hér til hlišar mį sjį Danna, Ólöfu og Siggu nżkomin upp śr žokunni į leiš sinni upp į Skįlavķkurhnjśk. Hér var feršin u.ž.b. hįlfnuš og žokan aš baki. Nokkrar myndir eru komnar ķ myndaalbśm sem skoša mį hér. Einnig eru nokkrar myndir śr feršinni komnar inn į vef Fjöršunga į Grenivķk og mį skoša žęr meš žvķ aš żta hér.

Dagur 1

Gengiš var frį Nķpį ķ Kinn nokkuš žétt upp į viš ķ skaršiš sem liggur į milli Skessufjalls og Bęjarfjalls en skaršiš er kallaš Kotaskarš. Gengiš var eftir vegslóša mešfram Skaršsį žar til komiš var inn ķ Kotįrdal.  Žar var gengiš inn dalinn til žess aš komast yfir brś į įnni Purku. Sķšan var gengiš śt Kotįrdal, yfir Nįttfaravķk og fyrir ofan Vegghamra og nišur ķ Naustavķk. Žar var gist ķ gamla bęnum sem hefur veriš ķ eyši sķšan hann var yfirgefinn įriš 1938. 

Dagur 2

Flateyjardalur_NaustavikVar sķšan ganga śr Naustavķk ķ Vargsnes og žašan yfir ķ Flateyjardal.  Į vef landmęlinga Ķslands er merkt gönguleišin sem hópurinn gekk į degi 2 reyndar var fariš ķ öfuga įtt ž.e. frį Naustavķk ķ Heišarhśs į Flateyjardal en leišin er ķ ašalatrišum sś sama og er afrit af korti landmęlinga hér meš. 

 

 

 

 

 

Dagur 3 

Į žrišja degi var sķšan byrjaš į žvķ aš heimsękja Eyri gamalt ęttaróšal Siggu Ingvars en sķšan var gengiš śr Flateyjardal  vestur Vķkurbakka og hęšin aukin smįtt og smįtt ķ tępa 500 metra žegar komiš var ķ Bjarnarfjallsskrišur. Žar renndi hópurinn sér nišur skrišurnar. Fyrst var fariš u.ž.b. hįlfa leiš nišur en žar fannst grasbali og dregiš var upp kakó og nesti. Eftir aftökuna var sķšari hlutinn tekinn į fótskrišu og sżndu GPS tęki aš hrašinn į mestu görpunum var 30 km į klukkustund žegar žeir flugu nišur skrišurnar meš skrękjum. Žannig var lękkaš śr tępum 500 metrum nišur ķ sjįvarmįl į örfįum mķnśtum. 

GPS upplżsingar śr feršinni

Dagur 1

Dagur_1_leidinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagur 2

Dagur_2_leidinn

 

 

 

 

 

 

 


Dagur 3

 Dagur_3_leidinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hęšarkort

 Profile_allir_dagar

 


Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbśm

Nżjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband