MBA gangan 2008

 IMG 2526

Þá er lokið MBA göngunni þetta árið. Gengið var um Mýrdalinn undir styrkri stjórn heiðurshjónanna Grétars og Ívu. Þetta var 3ja daga frábær ferð þar sem náttúru fegurðin var stórbrotinn.  Fyrst var farið austur að Hjörleifshöfða þar sem gengið var undir leiðsögn Þóris Kjartanssonar, landeiganda. Einstaklega fróðleg og skemmtileg gönguleið. Að því loknu var ekið upp að Hafursey þar sem gengið var á Skálafell. Þar á brúninni er þverhnípi niður og þar blasir við Mýrdalsjökull í öllu sínu veldi. Sannarlega stórkostlegt útsýni. 

Á degi tvö var rigning á því svæði sem átti að ganga og því var gripið til þess ráðs að fara í göngurnar sem búið var að skipuleggja fyrir dag númer 3. Ekið var að Sólheimaskála í Sólheimaheiði. Þaðan er gengið niður Lakaland, Hrossatungur og Selheiði í Réttargil hjá skógarreitnum í Gjögrum. Útsýnið hér var enn stórkostlegra en á fyrsta deginum og hér komst hópurinn í snertingu við Sólheimajökul í orðsins fyllstu merkingu. Hrikalegt og ægifagurt landslag.

Á þriðja degi var síðan gengið frá Falli þaðan sem gengið er inn Krákutungu framhjá Stofndalshelli og síðan fram Hvammsdal fram hjá Prestshelli. Allt annað landslag heldur en hrikaleg fegurðin í kringum jökulinn.

Þetta var ógleymanlegt ævintýr og einstakur og samhentur göngu hópur.

Fleiri myndir verða settar inn í albúm á næstu dögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Viðar Garðarsson

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband