Heimildin étur upp spuna úr Landsvirkjun

Á dauða mínum átti ég von frekar en því símtali sem ég fékk í dag frá Helga Seljan sem kynnti sig sem blaðamann á Heimildinni. Samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er þessi fjölmiðill ekki til. Allavega ekki lögformlega skráður.

Helgi tjáði mér það að hann hefði upplýsingar frá Landsvirkjun að ég hefði þegið laun frá annaðhvort almannatengla fyrirtæki eða Norðuráli fyrir að skrifa blaðagreinar um orkumál á árum áður.  Hvorugt er rétt.
landsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar hefur áður opinberlega haldið þessu fram og ég þá líkt og nú á ekki annan kost en að mótmæla dylgjum hans.

Ég hafði þá eins og ég hef núna af því verulegar áhyggjur að stjórnun Landsvirkjunar.  Fyrirtækinu hefur algerlega mistekist að tryggja hér orkuöryggi landsmanna til lengri tíma. það má best sjá með því að forstjórinn telur að orkuframleiðslan í núverandi mynd sé nánast fullnýtt. Framþróun í atvinnumálum landsins byggir á því að hér sé orka til staðar hvort sem er til orkuskipta eða nýsköpunar í atvinnulífinu.

Það er athyglisvert í samhengi atburða dagsins að nú eru u.þ.b. 2 vikur síðan tilkynnt var að Þóra Arnórsdóttir hafi verið ráðin forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Forstjórinn hefur sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að nýta hana og samverkamenn hennar frá RÚV tímanum til að ata auri einstakling sem opinberlega hefur gagnrýnt störf hans. Allt ávirðingar sem engar sannanir eru fyrir. Vinir Þóru og samsakborningar sem nú starfa hjá óskráða miðlinum Heimildin hafa af slíkum verkefnum talsverða reynslu.

Í hlekk hér að neðan er að finna í greinasafni Morgunblaðsins svargrein mína við ávirðingum forstjóra Landsvirkjunar frá desember 2015.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1579128/?item_num=84&searchid=cbaebe421d93f504c80fe6ed881f6026c51b5c88


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband