Fimmtudagur, 16. maí 2019
Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?
Mikil átök hafa verið um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem Alþingi er með til umfjöllunar þessa dagana. Átökin hverfast um lögfræðileg álitaefni að mestu, en gallinn við þessa umræðu er að hún er einsleit og átakafletir hafa snúist um hvort lögfræðilegir fyrirvarar sem fylgjendur innleiðingar vilja festa með þingsályktun haldi gagnvart Evrópusambandinu.
Ég ætla í nokkrum línum að horfa á þetta mál útfrá viðskiptalegum hagsmunum þjóðarinnar og setja fram sviðsmynd í framtíðinni. En það hefur sárvantað í þessa umræðu að framtíðin sé skoðuð í mismunandi sviðsmyndum. Orðið þjóðin í þessum skrifum mínum er hér notað sem samnefnari heimila og fyrirtækja hér á landi.
Horfum nú fram til ársins 2040 eða fram um ríflega 20 ár, mikil tækniþróun hefur átt sér stað á öllum sviðum enda svokölluð fjórða iðnbylting verið á fullri ferð og ekki sér fyrir um allar þær breytingar sem eru að ganga yfir heiminn. Vegna breytinga á markaði m.a. vegna mikillar gjaldtöku á kolefnis útblæstri á flutningum bæði hrávara og tilbúinna afurða hefur stóriðjan að mestu farið úr landi þar sem orkuverð plús kolefnisgjald sem er óhagkvæmt hér vegna legu landsins, langt frá helstu uppsprettum hráefnis og mörkuðum. Kolefnisgjaldið hefur orsakað það að stóriðnaðarframleiðsla er mun hagkvæmari annaðhvort hjá hráefnisuppsprettum eða við helstu markaðssvæði.
Þessi þróun hefur haft það í för með sér að 80% af allri þeirri orku sem framleidd er hér á landi er ekki að seljast. Fjöldagjaldþrot blasir við í orkugeiranum ef ekki verður lagður hingað raforkusæstrengur eins fljótt og mögulegt er. Raforkuverð til þjóðarinnar ríkur hér upp úr öllu valdi vegna rekstrarerfiðleika raforkuframleiðenda sem þrýsta nú sem aldrei fyrr á verðhækkanir og lagningu raforkusæstrengs. Þingmenn eiga ekki annan kost til þess að stemma stigum við þeim vandræðum sem sem orkufyrirtækin eru komin í heldur en að samþykkja lagningu sæstrengs til landsins.
Tenging sæstrengs virkjar jú öll ákvæði þriðja orkupakkans og þeirra pakka sem á eftir koma. Þá dynur á þjóðinni það framsal fullveldis sem innbyggt er í þennan reglubálk. ACER og National regulator (landsreglarinn) sem báðir lúta valdi framkvæmdastjórnar ESB, þessir aðilar munu hafa lokaorð um hversu mikla orku má flytja út og á hvaða verði. Þjóðin mun þurfa að sætta sig við að þrátt fyrir miklar auðlindir landsins mun Evrópusambandið ákvarða orkuverð það sem þjóðinni er boðið til notkunar hér innanlands.
Mikill hluti þeirrar framleiðslu og nýsköpunar sem er í landinu mun færa sig nær mörkuðum, á eftir framleiðslunni og tækifærunum fer fjármagnið og síðan unga fólkið.
Þetta er vissulega nokkuð dökk mynd sem ég dreg hér upp en hún er samt ekki óraunhæf. Hún gæti auðveldlega raungerst ef undanlátssemi Alþingis gagnvart erlendu valdi heldur áfram. Þannig tel ég að við getum ekki útilokað að hingað verði lagður sæstrengur. Það er ekki viðskiptalega klókt að vera búinn að binda í reglugerðir að kaupandinn ákveði á hvaða verði orkan verði seld þegar að því kemur.
Í stað þess að stagla um lögfræðileg álitaefni tel ég að við eigum að velta fyrir okkur framtíðinni og hvaða afleiðingar hljótast af gjörðum okkar núna. Ég skal viðurkenna að ég á erfitt með að sjá jákvæðar myndir til framtíðar á þessum orkupökkum ESB. Því lýsi ég eftir þeim frá þeim aðilum sem styðja þessa innleiðingu á þessu regluverki og lofa að ég skal hlusta með athygli.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.