Fimmtudagur, 5. apríl 2018
Auglýsingar og áfengi
Enn á ný er áfengið komið á dagskrá. Helst vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem ályktað hefur að rétt sé að afnema bann á áfengisauglýsingar. Höfundur þessa pistils hefur lengi haft áhuga á þessu efni sem sérfræðingur í markaðsmálum og kynnt sér það vel, m.a. með því að viða að sér þeim vísindagreinum sem ritaðar hafa verið um málefnið og birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum víða um heim. Það verður að segjast eins og er að umræðan um þetta málefni hefur því miður einkennst of mikið af sleggjudómum og fullyrðingum. Mögulega er það eðlilegt þar sem málefnið er viðkvæmt og áfengi á án nokkurs vafa stóran þátt í ógæfu margra.
Í morgun var í Fréttablaðinu frétt þar sem rætt var við Verkefnisstjóra áfengis- og vímuvarna hjá Landlæknisembættinu. Þar ef eftir honum haft:
það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsingar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda.
Þetta er stór fullyrðing sem Verkefnisstjórinn setur hér fram. Engin rök eru sett fram fyrir þessari fullyrðingu, ekki er bent á þær stóru stofnanir sem vísað er til, ekki rannsóknir sem viðurkenndar eru af vísindasamfélaginu, engar niðurstöður í ritrýndum tímaritum liggja hér að baki að því best verður séð. Allavega gat undirritaður ekki fundið neinar nýjar vísindagreinar í leitarvélum ritrýndra fræðirita sem gætu stutt þessar fullyrðingu.
Ekki einungis er Verkefnastjórinn hér á hálum ís með fullyrðinguna hér að ofan heldur leyfir hann sér fyrir hönd Fagráðs áfengis og vímuvarna að ákveða og tilkynna í viðkomandi frétt að ráðið leggist gegn afléttingu auglýsingabanns, þrátt fyrir að ráðið hafi ekki enn komið saman til þess að ræða þetta mál. Þetta bendir til þess að umrætt Fagráð sé ekki mjög faglegt í vinnu sinni.
Nýjasta og besta vísindaþekking sem til er á þessu sviði ennþá, unnin samkvæmt kröfum vísindasamfélagsins og opinberlega birt í ritrýndum fagtímaritum bendir til þess að á markaði þar sem framboð er meira en eftirspurn hafi auglýsingar á áfengi ekki áhrif á heildarneyslu.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.