Miðvikudagur, 7. febrúar 2018
Ofurskálin
Auglýsing Dodge RAM sem sýnd var í frægasta auglýsingatíma heimsins, á sýningartíma Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum, hefur vakið nokkra eftirtekt landsmanna. Þar mátti sjá íslenska víkinga og íslenskt landslag í skemmtilegri framsetningu leikstjórans Joe Pytka. Vörpulegir íslenskir leikarar, íslensk náttúra og víkingaskip.
Margir hafa eðlilega velt fyrir sér hverju þetta skilar. Eða hvers virði er landkynningin sem við Íslendingar fengum þarna. Eða hversu margir eru líklegir til þess að hafa séð auglýsinguna. Kannanir sýna að 93 prósent áhorfenda Ofurskálarinnar segjast ræða auglýsingarnar sem birtast á skjánum yfir leiknum við félaga sína eftir leikinn. Þetta er ein megin ástæða þess að auglýsingar sem að birtast í Ofurskálinni eru taldar hafa mjög mikil áhrif.
Samkvæmt áhorfsmælingum vestanhafs voru 103,4 milljónir Ameríkana sem að horfðu á Ofurskálina í sjónvarpi og 2,02 milljónir í viðbót sem að horfðu á streymi.
Byggt á þeim upplýsingum sem hægt er að afla um sekúnduverð á sjónvarpsauglýsingum í kringum Ofurskálina má gera ráð fyrir því að Dodge fyrirtækið hafi greitt fyrir þessa einu birtingu, á þessari auglýsingu, í þessum auglýsingatíma, rétt um 1,2 milljarða íslenskra króna.
Turkish Airways var einnig með auglýsingu í kringum ofurskálina sem skartaði íslenskum norðurljósum og íslenskri náttúru í talsverðum hluta af 90 sekúndum. Þar ræðir Dr Oz um skilningarvitin 5 og mikilvægi þess að upplifa með þeim á ferðalögum. 1,5 milljarður í birtingarkostnað takk fyrir.
Þannig að tvisvar þetta kvöld var Íslensk náttúra í aðalhlutverki fyrir framan 105 milljónir manna. Fyrirtækin sem að stóðu að þessu hafa greitt 2,5 milljarða íslenskra króna eða um 25 milljónir bandaríkjadala fyrir birtingarnar tvær plús verulegan framleiðslukostnað á þessum auglýsingum.
Erfitt er með vissu að segja til um áhrif þessara birtinga á íslenska ferðaþjónustu og eða íslenskan útflutning. En þó má ljóst vera að þau verulega jákvæð.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.