Föstudagur, 2. júní 2017
Vel gert ráðherra
Mikið hefur verið ritað og rætt um skipan dómara í Landsrétt síðustu daga. Eins og vænta mátti eru deildar meiningar um það hvernig skal með fara. Rétt er hér að taka fram að ég hef ekki á þessu neina sérstaka þekkingu og hef engin tengsl við þetta fólk sem sóttist eftir þessu starfi.
Eitt af því sem þarf að skoða í þessu samhengi er sú staðreynd að síðustu ár hefur það sífellt færst í aukana að ýmsum nefndum og ráðum embættismanna er falið að leggja mat sitt á ýmis þau mál sem eru pólitísk. Oftast undir því yfirskyni að það sé svo faglegt. Þessar valnefndir eru og hafa alltaf verið þræl pólitískar.
Þessi aðferðafræði verður til þess að engin ber ábyrgð á ferlinu og niðurstöðunni. Hinn almenni borgari stendur yfirleitt varnarlaus gagnvart embættismannakerfinu sem hikar ekki við að fara á svig við lög og reglur í pólitískum tilgangi. Þetta hefur ítrekað gerst þar sem embættismannakerfið virðir ekki andmælarétt og tímamörk. Margoft hefur það dregið lappirnar skipulega svo ómögulegt er að eiga við kerfið.
Við sjáum oft hvernig kerfið túlkar lög og reglur á sinn hátt og ef einhver dirfist að andmæla er viðkomandi hundsaður og erindinu stungið undir stól eins lengi og mögulegt er. Jafnvel þó kveðið sé á um að svar eigi að berast innan tímamarka. Engin ber ábyrgð og bendir hver á annan. Ekki er langt síðan að upplýst var um hótanir ráðuneytisstjóra í garð alþingismanns. Þar spratt fram mynd af þessu áður dulda samtryggingarkerfi embættismanna sem í raun stjórnar flestu hér á landi.
Alþingismenn og ráðherrar eru hvað sem hver segir umboðsmenn þjóðarinnar á hverjum tíma. Þeir bera ábyrgð gagnvart kjósendum sínum og sækja til þeirra umboð. Ef kjósendum er misboðið hafa þeir allavega rétt til þess að kjósa með fótunum og forðast að veita viðkomandi einstakling og eða flokki hans umboð sitt við næstu kosningar.
Í þessu ljósi er ég ánægður með að Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra hefur kjark til þess að fara með það umboð sem henni var falið af kjósendum. Ákvarðanir hennar hafa verið staðfestar af meirihluta Alþingis.
Vonandi er þetta upphafið af því að færa kjósendum á ný það vald sem þeim er falið í stjórnarskrá og þeir síðan framselja stjórnmálamönnum í kosningum. Það var löngu tímabært að taka þetta vald frá svonefndum val- nefndum og ráðum sem eru umboðs- og ábyrgðarlaus.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.