Mánudagur, 20. mars 2017
Orsakatengsl neyslu og fjölgunar útsölustaða ofmetin
Enn á ný ætla ég mér að setja hér nokkrar línur á blað um markaðssetningu á áfengi í tengslum við áfengisfrumvarpið svokallaða, þrátt fyrir að það sé líkt og að lenda undir valtara svo mikill er tilfinningaþrungin hjá ýmsum þeim sem komið hafa fram á ritvöllinn opinberlega.
Síðastliðinn laugardag birtist grein á mbl.is sem bar yfirskriftina Aukið aðgengi eykur skaða þarna var á ferðinni frásögn frá hádegisfundi þar sem Ögmundur Jónasson stjórnaði umræðum. Spurningunum hver á að selja áfengi? Og hvað segja rannsóknir? Var varpað upp til umræðu. Því miður átti ég ekki heimangengt á fundinn sem eflaust hefur verið afar fróðlegur. Mér finnst það til fyrirmyndar að standa að upplýstri umræðu þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.
Í umræddri grein á mbl.is er sérstaklega fjallað um erindi sem Hlynur Davíð Löve læknir flutti. Þar voru dregnar fram afleiðingar þess ef drykkja eykst og myndin er ekki fögur. Ekki er nokkur vafi að aukin neysla áfengis er böl.
Nú má vera að túlkun blaðamannsins á framsögunni sé önnur en til var ætlast en ég ætla að leyfa mér að gera ráð fyrir að svo sé ekki. Vandinn í framsetningu læknisins og það atriði sem ég á svo erfitt með að kaupa er þetta: Frummælandi gefur sér það að fjölgun útsölustaða muni auka neyslu. Ég hef ekki séð nokkra rannsókn (hef þó leitað víða) sem styður þá kenningu að á mettum markaði þar sem framboð er meira en eftirspurn aukist neysla við fjölgun útsölustaða. Þetta stenst ekki skoðun. Er beinlínis fræðilega röng ályktun.
Það er rétt að aukið aðgengi á markaði þar sem eftirspurn er umfram framboð, hefur áhrif til aukningar. Því er ekki að fyrir að fara á markaði með áfengi í hinum vestræna heimi. Áfengismarkaður er skilgreindur af opinberum aðilum sem mettur markaður og hegðar sér við breyttum markaðsaðstæðum samkvæmt því.
Samkvæmt greininni á mbl.is var einnig gerður samanburður á milli Danmerkur og Íslands hvað varðar lög og reglur um aðgengi annarsvegar og neyslu og sölu á áfengi hinsvegar. Nýgengi og algengi flestra þeirra sjúkdóma sem tengja má beint við áfengisneyslu var hæst í Danmörku, en lægst á Íslandi og lífslíkur reyndust mestar á Íslandi.
Það getur reynst hættulegt að draga fram tölur líkt og þessar, með það í huga að sýna fram á orsakatengsl, sérstaklega ef ekki hefur verið reynt að einangra aðrar breytur. Þannig er bæði þekkt og viðurkennt að verðlagning á áfengi er sá þáttur sem mest áhrif hefur á neyslumunstur. Það er líka þekkt að verðlag á áfengi í Danmörku er umtalsvert lægra en það sem þekkist hér. Því eru talsverðar líkur að mun á heildarneyslu áfengis milli Danmerkur og Íslands megi frekar rekja til mismunar í verðlagningu en aðgengis.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.