Mįnudagur, 26. september 2016
Framsókn og fjölmišlasirkusinn
Undirritašur hefur veriš į ferš erlendis sķšustu vikur og žvķ ekki haft tękifęri til žess aš fylgjast meš fréttum aš heiman meš jafn reglulegum hętti og venjur hversdagsins bjóša. Ķ gęr (sunnudag) gafst stund til žess aš kķkja į nokkra netmišla og taka stöšuna.
Į forsķšu mbl.is voru hvorki fleiri né fęrri en 11 fréttir sem snérust um bręšravķgin ķ Framsóknarflokknum. Į Vķsi og DV var žetta svipaš en ég taldi žvķ mišur ekki žar.
Nśna rétt rśmum mįnuši fyrir kosningar žegar pólitķsk umręša į aš vera ķ hįmęli. Stefnumįl flokkanna dregin fram og lķnur skerptar į milli mismunandi valkosta kemst žessi sjįlfsagša og ešlilega umręša ekki aš vegna įhuga fjölmišla į žvķ sem er aš gerast innanflokks hjį Framsókn.
Ég velti fyrir mér hvort hlutverk fjölmišla hafi breyst svo mikiš aš žeir hafi engan įhuga į žvķ aš tala um žaš sem skiptir mįli heldur kjósi frekar aš ręša žaš sem getur vakiš meiri athygli, męlst betur ķ rafręnum męlingum dagsins. Hvaš svo sem svariš kann aš vera er ljóst aš mikill skortur er į faglegri pólitķskri umręšu. Nokkrir dagar ķ burtu hafa fengiš mig til žess aš velta žvķ fyrir mér hvort žaš sé ķ raun žannig aš fjölmišlar landsins eru ķtrekaš farnir aš skapa atburšarįsina. Ķ staš žess aš skżra fyrir neytendum sķnum hvaš er aš gerast, dikta žeir gjarnan upp hluti byggša į eigin pólitķskum skošunum og reyna aš skapa umręšur um žaš.
Žaš er ķ sjįlfu sér ekkert viš žvķ aš segja ef einkareknir mišlar endurspegla aš einhverju leiti skošanir eigenda sinna. Žannig er žaš bara og veršur. Alvarlegra er žegar mišlar ķ eigu rķkisins endurspegla persónulegar skošanir žeirra sem žar starfa. En žaš hefur ķtrekaš gerst meš afgerandi hętti sķšustu vikur. Hugmyndir um aš RŚV eigi aš vera vettvangur fyrir mismunandi skošanir į mįlum sem efst eru į baugi hverju sinni eša almenning varša, hafa tępast veriš hafšar ķ heišri.
Ég skil reyndar aš nokkru leiti įhuga fjölmišla į Framsóknar sįpuóperunni sem žjóšinni er bošiš upp į ķ fjölmišlum žessa dagana. Ég man bara ekki eftir aš žaš hafi įšur gerst ķ sögu žjóšarinnar aš sitjandi forsętisrįšherra komi fram ķ vištali og lżsi sjįlfan sig ómerking orša sinna.
Mašurinn hafši įšur mętt ķ vištöl og lżst skošunum sķnum į fumlausan og įkvešinn hįtt. Sjį dęmi hér. Nś kemur hann fram fyrir alžjóš og segir eitthvaš allt annaš.
Stjórnmįl snśast um traust og heilindi. Viš sem höfum rétt į žvķ aš kjósa reynum aš leggja atkvęši okkar til žeirra sem viš treystum helst til žess aš vinna okkar hugmyndum og hugsjónum brautargengi. Jś jś svo vitum viš aš stjórnmįl snśast um mįlamišlanir. Engir fį allt sitt. En žegar ašilar sem óska eftir trausti samflokksmanna sinna koma fram og lżsa žvķ ķ vištali aš žeir séu ómerkir orša sinna, į sama tķma og žeir óska eftir stušningi samflokksmanna, žį er eitthvaš oršiš verulega skakkt og bogiš.
Er nema von aš fjölmišlasirkusinn hafi gaman af žessu rugli.
Um bloggiš
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbśm
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.