Afsakið, hvað gáfum við?

Nokkuð hefur verið um það síðustu mánuði og ár að þeir sem tjá sig opinberlega um sölu á raforku fari með rangt með ýmsar staðreyndir sem ættu að liggja ljósar fyrir. Sérstaklega á þetta við um samskipti sem fara fram á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. Ég ætla hér að leyfa mér að draga fram rök í þessu sambandi. 

Við gefum raforkuna til stóriðjunnar“ Þessi mýta er nokkuð lífseig og svo langt gengur að opinberir aðilar stökkva á þennan vagn. SFR eða Stéttarfélag í almannaþjónustu skrifar grein á vefsíðu sína 8. maí 2015 þar sem segir m.a. 

„Raforkuna gefum við til stóriðjunnar án þess að þjóðin fái notið arðsins af sölu hennar“

Er þetta nú allskostar rétt? Þessa möntru eða mýtu er búið að syngja svo oft að líklegt er að þeir sem ekki hafa fyrir því að kynna sér þessi mál sjálf/ir taki þennan málflutning trúarlegan. Kíkjum aðeins á staðreyndir tengdar þessu máli.

Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og er því rétt ríflega 50 ára gamalt fyrirtæki. íslensk stjórnvöld á þessum tíma höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og þannig nýtt það fé sem stóriðjan greiddi fyrir orkuna til uppbyggingar á raforkukerfinu og í leiðinni séð almennum markaði hér á landi fyrir raforku á hagkvæmu verði. Fram að þessum tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja þeirra ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum. Landsmenn bjuggu við orkuskort og skammtanir á raforku sérstaklega átti þetta við yfir vetrarmánuðina.

Hægur en góður stígandi hefur verið í rekstri Landsvirkjunar þessi ríflega 50 ár sem fyrirtækið hefur starfað. En fyrirtækið hefur án nokkurs vafa orðið til heilla fyrir þjóðina. Fyrir tilurð þess hefur tekist að byggja upp sterkt og öflugt raforkukerfi sem við þegnarnir njótum í afhendingaröryggi og hagkvæmum verðum. Hagur félagsins og virðisaukning hefur fyrst og fremst myndast í gegnum samninga við stóriðjuna. Í upphafi var það samningurinn við ÍSAL sem var grundvöllur að rekstri Landsvirkjunar. Svo kom járnblendiverksmiðja ELKEM um 1979, eftir það kom ríflega 20 ára tímabil þar sem var stöðnun þrátt fyrir að leitað væri logandi ljósi að margskonar orkuríkri starfsemi sem tilbúin væri að hefja hér starfsemi. Nokkurt stökk verður í kringum aldamótin, ÍSAL stækkar með byggingu kerskála 3 1997 og Norðurál byggir áfanga 1 í Hvalfirði 1998, Elkem stækkar 1999 og Norðurál byggir áfanga 2 árið 2001.  Annað stökk kemur svo þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. Á svipuðum tíma komu Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja inn á raforkumarkaðinn fyrir stóriðjuna með stuðningi við kerlínu 2 hjá Norðuráli (2006-2008).

Eftir sem áður er almenn raforkunotkun á þeim verðum sem hér hafa tíðkast ekki að standa undir nýframkvæmdum í kerfinu ein og sér, ekki nema til komi umtalsverðar hækkanir á verðum.  

Þegar leitað er til sérfræðinga á fjármálamarkaði og spurt um áætlað virði Landsvirkjunar í dag eru svörin nokkuð misvísandi. Tölurnar sem koma fram eru á bilinu 450 til 600 milljarðar króna. Svona til þess leika okkur aðeins með tölur á einfaldan hátt skulum við segja að fyrirtækið sé 500 milljarða virði. 

Á þessu má sjá að virði Landsvirkjunar hefur aukist um 100 milljarða á hverjum áratug sem fyrirtækið hefur starfað. Það er að vísu svolítil einföldun þar sem virðisaukningin var mun hægari í upphafi og hefur síðan vaxið hratt seinnihluta þessa tímabils með aukinni sölu til stóriðjunnar. Í raun má segja að virði Landsvirkjunar hafi tekið stökk með byggingu Kárahnjúka og raforkusamning þeim sem gerður var við Fjarðarál í kjölfarið. 

En hvað fæst fyrir 500 milljarða?
Máltíðin hjá Jóa í Múlakaffi kostar um 1800 krónur, við getum keypt 278 milljónir máltíða hjá honum.
Hagkvæmur fjölskyldubíll kostar um 4 milljónir gætum við keypt 125 þúsund stykki.
Við gætum sent um 3,8 milljónir inn á hvert heimili í landinu.
Nú eða við gætum rekið Landspítalann í 10 ár. 

En aftur að inntaki þessarar greinar og spurningunni um það hvort að við höfum gefið orkuna til erlendra auðhringja eins og stundum heyrist. Ég tel að svo sé sannarlega ekki. Eftir viðskiptin við þessa aðila eigum við gott orkukerfi fyrir raforku og fyrirtæki sem er 500 milljarða virði fyrir afnot af auðlindum landsins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband