Nýir annmarkar á lagningu raforkusæstrengs

Umræða um lagningu raforkusæstrengs hefur verið fyrirferðarmikil undanfarið og á morgun verður haldin ráðstefna á vegum Bresk - íslenska viðskiptaráðsins um þetta verkefni. Athygli vekur að ræðumenn eru nær eingöngu breskir og hafa mikilla hagsmuna að gæta við lagningu sæstrengsins til Bretlands. Íslenskir hagsmunir eru hins vegar andstæðir. Raforkuverð til heimila myndi hækka verulega hér á landi og raforkan yrði send úr landi eins og hver önnur óunnin hrávara í stað þess að skapa verðmæti innanlands. Auk þess væru gríðarlegar virkjanaframkvæmdir, sem sæstrengurinn krefðist og jafngiltu tveimur Kárahjnúkavirkjunum, í andstöðu við vilja þjóðarinnar samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun.

Ólöglegar niðurgreiðslur?

Ljóst er að sæstrengur á milli Íslands og Bretlands yrði háður miklum niðurgreiðslum breska ríkisins og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Styrkurinn er nefnilega háður samþykki Framkvæmdastjórnar ESB sem ekki verður auðfengið ef marka má nýlega umfjöllun um sambærilegt mál á Spáni. Verið er að undirbúa málarekstur þar í landi sem byggist á því fordæmi að Framkvæmdastjórn ESB hefur verið mótfallin ákveðnum ríkisstyrkjum Breta á þessu sviði.

Ljóst er að lög Evrópusambandsins eru æðri lögum hvers lands um sig í þessum efnum og þar er ekki á vísan að róa. Það er því ekki nóg að bresk stjórnvöld samþykki niðurgreiðslur vegna sæstrengsins. Áður en farið verður að semja við Breta, verður væntanlega að fá blessun Framkvæmdastjórnar ESB eða að semja um sæstrenginn með fyrirvara um samþykki hennar.

Nú hefur lagning sæstrengs verið í skoðun hjá Landsvirkjun í 5-6 ár án þess að nokkuð hafi heyrst um niðurstöður. Málið er einnig til skoðunar hjá iðnaðarráðuneytinu sem bauð út mat á áhrifum sæstrengs í vor. Í útboðsgögnum var ekki minnst einu orði á aðkomu Framkvæmdastjórnar ESB! Eðlilegt hefði kannski verið að banka upp á framkvæmdastjórninni áður en lagt var út í kostnaðarsama skoðun á máli sem getur strandað á skrifborði í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband