Fimmtudagur, 9. júlí 2015
Er hægt að tvöfalda verðmæti íslenskra sjáfvarafurða?
Á vef SFS er viðtal við Pétur Pálsson framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík og Erlu Ósk Pétursdóttur dóttir hans sem starfar sem gæða- og þróunarstjóri Vísis. Greinin heitir Enn hægt að tvöfalda verðmæti íslenskra sjávarafurða Þar bendir Pétur á þá staðreynd að á undanförnum 20 til 30 árum hafi Íslendingar fjórfaldað verðmæti þorsks með vöruþróun og bættri nýtingu, heildar verðmætin nú séu tvöfalt meiri þrátt fyrir helmingi minni afla. Pétur telur að hægt sé að gera enn betur og jafnvel tvöfalda verðmæti afurðanna, svo sem með aukinni vinnslu á svokölluðum hliðarafurðum en ekki síst með því að nálgast neytandann enn frekar.
Það er rétt að vekja athygli á þessari framtíðarsýn stjórnenda Vísis. Þau hafa verið í framsækin í vöruþróun á hráefni sem áður var minna nýtt og með því skapað mikil viðbótar verðmæti. Stofnun fyrirtækisins Codland í samvinnu við Sjávarklasann sem m.a. vinnur Collagen úr fiski er dæmi um þessa framsækni.
En það sem vakti mesta athygli mína voru orð Péturs um mikilvægi þess að nálgast neytandann enn frekar sem eitt að lykilatriðum í frekari verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi.
Íslenskir útflytjendur á sjávarafurðum eiga þarna gríðarleg ónýtt tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar. Helsti vaxtabroddur þessarar greinar liggur í gegnum bein markaðssamskipti við neytendur.
Íslenskar sjávarafurðir eru mjög lítið kynntar beint til neytenda á sama tíma og helstu samkeppnislönd eins og Noregur og Alaska (USA) setja umtalsverðar fjárhæðir í að kynna afurðir beint til neytenda. Ljóst er að vitund neytenda um gæði og einstaka eiginleika á íslenskum sjávarafurðum er lítil og í einstaka tilfellum engin.
Gott dæmi um þetta vitundarleysi kemur fram í nýrri neytendarannsókn og markaðsgreiningu sem Norðmenn (Norwegian Seafood Council - NSC) stóðu fyrir á þýskalandsmarkaði. Þar er að finna sterkar vísbendingar um litla vitund neytenda á íslenskum sjávarafurðum. Á meðan svo stendur er ekki líklegt að árangur náist í því að fá fram hærra verð.
Er hægt að tvöfalda verðið? Mitt svar er ákveðið já! Ég er algerlega sammála þeirri framtíðarsýn sem Pétur og Erla setja fram og tek undir með þeim að með áframhaldandi vöruþróun í átt að neytendamarkaði og sameiginlegum markaðssamskiptum greinarinnar er þessi framtíðarsýn þeirra mjög raunhæf.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.