Óútskýrðar hækkanir Landsvirkjunar

Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa um langt skeið haldið því fram að raforkuverð í heiminum sé á hraðri uppleið. Á haustfundi Landsvirkjunar árið 2010 flutti Magnús Bjarnason, þáverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landvirkjunar, erindi sem hann kallaði „Vöruþróun, samkeppnishæfni og verðstefna“ (glærur hér).

Mynd_1_Spa_Landsvirkjunar

 

Á mynd 1, sem kemur úr kynningu Magnúsar, má sjá verðspá Landsvirkjunar fram til ársins 2030. Spá þessi minnir um margt á framtíðarvæntingar útrásarvíkinga og spákaupmanna á árunum fyrir hrun þar sem allar spár bentu til endalausra hækkana um ófyrirséða framtíð. Spáin gerir ráð fyrir því að orkuverð í þýskalandi hækki úr 58 dollurum á hverja megawattsstund ($/MWst)  í 108 $/MWst á þessu 20 ára tímabili. Þrátt fyrir nokkra leit hefur undirritaður ekki fundið nýjar framtíðarspár um orkuverð á vef Landsvirkjunar. Það kemur á óvart þar sem forsendur fyrir þessari spá, sem birt var haustið 2010, hafa breyst mjög verulega. 

Mynd_2_Rauntolur og spa

 

En hverjar eru rauntölur síðustu 5 ára? Á mynd 2 má sjá spá Landvirkjunar á tímabilinu 2010 til 2015 fyrir Þýskaland, eins og hún birtist í glærum Landsvirkjunar, borin saman við meðaltals rauntölur frá The European Energy Exchange fyrir sama land. Þar má glögglega sjá að orkuverð hefur þróast í allt aðra átt en forsvarsmenn Landsvirkjunar kynntu á þessum haustfundi sínum árið 2010. 

Spá Landsvirkjunar gerði ráð fyrir því að árið 2015 yrði orkuverð í Þýskalandi 67 $/MWst. Rauntölur í dag sýna hins vegar að verðið er um 35 $/MWst og er enn fallandi.

Þessi mikli munur á væntingum og rauntölum er athyglisverður, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í gangi síðustu vikur um að Landvirkjun hafi verið að hækka heildsöluverð á rafmagni. Hækkun þessi hefur komið illa við iðnfyrirtæki s.s. Ölgerðina sem nýlega var fjallað sérstaklega um á síðum Morgunblaðsins. Nú síðast birtist í Viðskiptablaðinu grein þar sem skýrt er frá því að um seinustu áramót hafi verð á rafmagni, sem fiskimjölsverksmiðjum stóð til boða, verið hærra en verð á olíu. Bráðabirgðasamningar um tímabundna lækkun á raforkuverði runnu út nú í lok júní 2015.

Engu er líkara en að forsvarsmenn Landsvirkjunar séu fastir í baksýnisspeglinum og horfi enn á spána frá 2010 og neiti að viðurkenna að orkuverð fer hratt lækkandi um alla Evrópu, öfugt við þróunina á Íslandi. 

Það virðist vera skýr ákvörðun innan Landsvirkjunar að hverfa frá þeirri stefnu að Íslendingar, heimili jafnt sem og fyrirtæki, njóti betri kjara á orku en almennt gerist í samkeppnislöndum okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband