Mánudagur, 15. júní 2015
Sérfræðingur?
Ketill Sigurjónsson hefur um árabil titlað sig sérfræðing í orkumálum. Orðið sérfræðingur er ekki lögverndað starfsheiti, hver sem er getur kallað sig sérfræðing. Hins vegar stafar ákveðnum ljóma af sérfræðingsheitinu. Það gefur til kynna einstakling sem býr yfir afburðaþekkingu og virðir siðareglur um hlutleysi og óhæði.
Skylda til að upplýsa um hagsmunatengsl skiptir miklu um trúverðugleika sérfræðings. Hví skyldi orkusérfræðingurinn Ketill þegja um það þunnu hljóði, þrátt fyrir margar áskoranir? Það vekur grunsemdir þegar einstaklingur kemur villandi upplýsingum ítrekað á framfæri við almenning í krafti sérfræðingstiltils.
Ketill fer mikinn sem jafnan áður hér á síðum mbl.is í nýjum pistli sem hann nýtir reyndar mestmegnis til að vekja athygli á tengdri grein sinni á svokölluðu orkubloggi. Enn á ný segir hann: Verð Landsvirkjunar til álvera er eitthvert hið lægsta í heiminum. Pétur Blöndal upplýsti hér á sama stað í pistli nýlega að samkvæmt nýjum upplýsingum frá CRU International (virtasta greiningarfyrirtækinu í heiminum á þessu sviði) er meðalverð hér nánast það sama og meðalverð til frumframleiðslu áls í samanburðarlöndum. Þessar tölur, sem Pétur kveðst hafa fengið staðfestar í tölvupósti beint frá CRU, hafa ekki verið hraktar með gögnum þannig að á meðan svo er, teljast fullyrðingar Ketils um annað rangar og villandi.
Umræddur Ketill hefur ítrekað vísað í tölur frá þessu greiningarfyrirtæki máli sínu til stuðnings. Þegar nánar er farið yfir skrif hans, kemur í ljós að hann vísar yfirleitt í tölur frá CRU frá árabilinu 2009 til 2012, eða frá því tímabili sem orkuverð í heiminum var á uppleið. Ketill hefur forðast eins og heitan eld að nefna þær nýju tölur sem CRU hefur gefið út og Pétur Blöndal dregur fram vegna þess að þær sýna mun lægra orkuverð og henta því ekki málfutningi hans.
Orkuverð í Evrópu hefur verið á mikilli niðurleið síðustu fjögur ár og ekkert bendir til þess að það sé að breytast. Nærtækt dæmi um þá þróun er að í morgun, 15. janúar 2015, var eftirfarandi orkuverð gefið upp á nordpoolspot.com: 12,70 EUR eða sem svarar 14,21 Bandaríkjadal á hverja megawattsstund. Vefurinn nordpoolspot.com sýnir verð á orku á Norðurlöndunum auk Eystlands, Lettlands og Litháen og gefur því nokkuð góða mynd af þróun orkuverðs í okkar heimshluta.
Hér meðfylgjandi er skýringarmynd byggð á upplýsingum frá nordpoolspot.com, þessi mynd sýnir að meðalverð á orku í USD / MWst á þessu svæði hefur fallið um ríflega 50% frá árinu 2011 þegar það náði hámarki. Fullyrðingar sérfræðingsins um að stóriðjan á Íslandi greiði í dag sérlega lágt verð fyrir orku standast því ekki.
Um bloggið
Pistlar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.