Markaðsstaða íslensks sjávarfangs

Íslandsstofa birti nýlega á heimasíðu sinni viðhorfskönnun fyrir árið 2014. Í henni  er viðhorf almennings í Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi skoðað til ýmissa þátta sem snerta Ísland. Könnunin var gerð af  af MMR 

Það vakti athygli mína við fyrstu yfirferð á þessari könnun að bætt hefur verið inn spurningum sem snúa að sjávarafurðum.  Kannað var hversu mikilvægt það er fyrir þátttakendur að vita uppruna þeirra sjávarafurða sem það ætlar að kaupa og síðan  hvaða land eða landsvæði kemur upp í hugann hjá þeim sem fyrsta val og síðan val númer tvö ef kaupa á sjávarafurðir.

Þeir sem voru nokkuð eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að uppruninn væri mikilvægur áhrifaþáttur við kaupákvörðun voru um 50% í Danmörku og Bretlandi , í 57% í Þýskalandi og 65% í Frakklandi. Uppruninn skiptir því verulegu máli að mati þátttakenda þegar þeir velja sér sjávarfang. 

Í öllum þessum löndum var heimamarkaður langsterkastur sem fyrsta val í huga fólks. Í Danmörku voru 12,5% sem nefndu Noreg sem fyrsta val á eftir heimamarkaði, 5,8% Alaska og 4,1% Ísland. Í Bretlandi nefndu 12,0% Alaska sem fyrsta val á eftir heimamarkaði, 7,2% Ísland og 4,3% Noreg. Í Þýskalandi voru 28,4% sem nefndu Alaska sem fyrsta val á eftir heimamarkaði, 22,3% Noreg og einungis 7% Ísland. Í Frakklandi voru 17,9% sem nefndu Noreg sem fyrsta val á eftir heimamarkaði, 11,5% Alaska og 9% Ísland. 

Danir völdu Noreg sem annað val í 40,1% tilfella, í 22,3% tilfella Ísland og í 13% tilfella Alaska. Bretar völdu Ísland sem annað val í 28,3% tilfella, í 26% tilfella Noreg og 20,7% tilfella Alaska. Þjóðverjar völdu Noreg sem annað val í 33,3% tilfella, í 23,8% tilfella völdu þeir Alaska og í 21,5% tilfella Ísland. Frakkar völdu Noreg sem annað val í 29,5% tilfella, Ísland í 27% tilfella og Alaska í 18,5% tilfella. 

Rýna má á marga vegu í þessar tölur og draga ýmsar ályktanir. Það blasir við að einungis á Bretlandsmarkaði virðist Ísland sem upprunaland hafa örlítið sterkari stöðu en frændur okkar Norðmenn. Í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi hafa Norðmenn komið sér mun betur fyrir í hugum neytenda en okkur hefur lánast að gera. Þetta er áhyggjuefni fyrir íslenskan sjávarútveg sem verður að fara að vinna markvisst í markaðsmálum sínum til að tryggja hámarksverð afurða til framtíðar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband