Plagsiðurinn að grenja út fé

Það var áhugaverð sú skoðun Rúnars Geirmundssonar sem kom fram á bls. 4 í Morgunblaðinu í morgun að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma beiti hótunum til þess að fá aukið fjármagn til reksturs. Rúnar starfar sem útfararstjóri í eigin fyrirtæki og er formaður Félags íslenskra útfararstjóra.

Fyrir rétt um viku síðan kom fram forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og tjáði alþjóð að garðarnir hafi verið fjársveltir frá hruni og nú sé svo komið að þeir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum lengur. Þetta er kunnuglegur söngur sem hefur blossað víða upp hjá opinberum stofnunum upp á síðkastið.

Ég tel þetta áhugavert í því ljósi að kirkjugarðarnir eru ekki eina batteríið sem telur sig fjársvelt. Við þekkjum öll þessi neyðarhróp sem reglulega dúkka upp. Nefni hér nokkur af handahófi sem koma upp í hugann. 

Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Lögreglan, Kirkjugarðarnir, ISAVIA til reksturs innanlandsflugvalla, hin ýmsu hjúkrunarheimili, háskólarnir, framhaldsskólarnir og Ríkisútvarpið. Nú er rétt að taka fram strax að ég hef á þessu stigi ekki skoðun á því hvort óskir þessara aðila séu réttmætar og sanngjarnar. Eflaust er svo í einhverjum tilfellum og jafnvel öllum.

Það sem mig langar að velta hér upp er sú lenska hjá stjórnendum þessara stofnana, sem virðist vera að festa sig í sessi, að rjúka með ýtrustu óskir viðkomandi stofnunar í fjölmiðla og draga þar upp eins dökka mynd og mögulegt er. Væntanlega í þeim tilgangi að reyna að snúa almenningsálitinu á sveif með sér að berja duglega á fjárveitingarvaldinu. Beita eins miklum þrýsting og mögulegt er til þess að ná til sín stærri hluta af kökunni.

Þetta er satt best að segja að verða hálfgerður plagsiður. Það sem út úr þessu kemur er að þeir sem láta mest á sér bera, hafa bestu tengslin við fjölmiðla fá viðbót við framlög og þeir sem ekki kvarta og kveina sitja eftir að ósekju. Svo mikið hefur verið um fréttaflutning sem þennan að hann er hættur að bíta eins og áður. Úlfur úlfur áhrifin eru komin fram að einhverju leiti, þjóðin er að vissu leyti dofin fyrir þessu.

Það er hlutverk þeirra sem við kjósum á þing að horfa á stóru myndina og reyna að ráðstafa því fé sem þjóðin á í sínum sjóðum á eins góðan og uppbyggilegan hátt og mögulegt er. Vissulega getur menn greint á um forgangsröðun. Pólitík snýst um mismunandi áherslur. Það er hlutverk stjórnmálamanna að útdeila þessu fé. Það að beita stjórnmálastéttina sífelldum þrýsting með hótunum um umfjöllun fjölmiðla, er líka pólitík, sem ég tel að stjórnendur opinberra stofnana eigi ekki að stunda.

Það er ekki ásættanlegt að stjórnendur einstakra stofnana séu með þessum hætti komnir á kaf í pólitíska umræðu. Þeirra hlutverk er að sýna hæfileika sína til þess að gera framúrskarandi vel með því fjármagni sem úthlutað er á hverjum tíma. En ekki að grenja út fé með aðstoð fjölmiðla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband