Spurning sem veršur aš svara

Samtök atvinnulķfsins héldu rįšstefnu um sęstreng til Evrópu į Icelandair Hótel Reykjavķk Natura 11. nóvember. Žar voru flutt įhugaverš erindi og sķšan voru umręšur ķ panel. Fyrirlesarar hafa nokkuš vķšfešma žekkingu af raforkumįlum og sęstrengsverkefnum. Mį žar nefna Geir-Arne Mo, višskiptastjóra stundarvišskipta (e. Spot Market) hjį Bergen Energi, David Bothe, framkvęmdastjóra hjį Evrópuskrifstofu rįšgjafafyrirtękisins Frontier Economics og sķšast en ekki sķst Tor Eigil Hodne, framkvęmdastjóra Evrópumįla hjį Statnett ķ Noregi sem er žeirra Landsnet. Rétt er aš hrósa žessu framtaki SA en fyrirlesarar voru allir meš einstaklega vandaša og upplżsandi framsögu.

Noršmenn bśa vel ķ orkulegu tilliti. Žeir framleiša u.ž.b. 34 gķgawött  (GW) af raforku. Nżting žeirra į žessari orku er rétt rķflega 50%. Žaš žżšir aš u.ž.b. 17 GW eru umframorka sem segja mį aš renni žar til sjįvar įrlega įn žess aš skapa aukin veršmęti fyrir norsku žjóšina. Žess vegna er žaš hagkvęmt fyrir Noršmenn aš selja žessa umframorku inn į raforkustrengi til Evrópu. Til samanburšar er raforkuframleišsla okkar Ķslendinga rétt um 2 GW į įri og nżtingarhlutfalliš nįlęgt žvķ aš vera 87%. Meš sömu rökum er žvķ hęgt aš segja aš umframorka ķ raforkukerfi okkar sé 0,26GW sem nżtast ekki til aukinnar veršmętasköpunar fyrir žjóšina. 

Noršmenn eru aš leggja 2 nżja sęstrengi, einn til Hollands og annan til Bretlands. Hvor žessara strengja getur boriš 1,4GW eša 2,8GW samanlagt.  Til žess aš fullnżta bįša žessa strengi žarf einungis 16,4% af umframorku žeirri sem til er ķ norska raforkukerfinu eša 8% af heildarframleišslugetu žeirra. 

Ķ žvķ dęmi sem helst hefur veriš til umręšu hérlendis er veriš aš tala um raforkusęstreng af sambęrilegri stęršargrįšu og Noršmenn eru aš leggja til Bretlands, streng sem yrši 1,4 GW. Öll umframorka, sem til er ķ ķslenska raforkukerfinu ķ dag, er žvķ ašeins 18% af žvķ sem strengurinn getur boriš. Žaš žyrfti žvķ sem svarar helming allrar nśverandi raforkuframleišslu okkar Ķslendinga til žess aš fullnżta hugsanlegan sęstreng. 

Umręša um verš og veršmyndun var nokkuš įberandi į žessum fundi. Bęši hvernig raforkuverš hefur veriš aš žróast į mörkušum sķšustu įrin og einnig hvernig uppbygging raforkuveršsins er aš breytast. Framsögumenn voru nokkuš sammįla um aš samsetning raforkuveršs til framtķšar yrši žannig aš 20% veršsins ęttu upptök sķn ķ aušlindinni eša framleišslunni į raforkunni og 80% veršsins mundi tilheyra flutningi og dreifingu. Žessi framsetning og hugsun vakti įhuga undirritašs. Meš henni er veriš aš undirbyggja aš verš til neytenda muni stórhękka į nęstunni til žess aš greiša fyrir aukin kostnaš viš dreifingu eša sęstrengsvęšingu Evrópu. Žetta er grundvallar tilfęrsla veršmęta. 

Ķ dag eru ķslensk heimili og smįišnašur aš greiša nįlęgt 50% af orkuveršinu fyrir flutning og dreifingu. Spurningin, sem veršur aš fį svar viš eftir žennan fund, er žvķ žessi: Ķmyndum okkur aš Ķsland yrši tengt raforkusęstreng til Bretlands og aš orkuverš hérlendis vęri lagaš aš evrópskum markašsašstęšum žannig aš hlutfall framleišslu og dreifingar hérlendis verši 80%/20%. Hvort myndi žį sś veršhękkun sem yrši til vegna aukins flutnings og dreifingarkostnašar leiša til hękkunar į verši fyrir neytendur eša til lękkunar į verši fyrir orkuframleišendur?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Pistlar

Höfundur

Viðar Garðarsson
Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Tónlistarspilari

Amy Winehouse - Rehab
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbśm

Nżjustu myndir

  • landsvirkjun
  • digital-strategy-strategic-planning-implementation-management-marketing
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • High-Liner-0005799 SF Cod2 Front
  • cod-for-sale-in-iceland

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband